fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025

Magnús Andri féll frá á mánudag – Styrktarreikningur fyrir fjölskylduna

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. október 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Hjörtfríður og Magnús Andri á góðri stundu.

Grindvíkingurinn Magnús Andri Hjaltason lést á mánudag langt fyrir aldur fram, 59 ára að aldri.

Hann var um árabil formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og hlaut gullmerki UMFG árið 2015.

Ákvað körfuknattleiksdeildin að styðja við bakið á fjölskyldu Magnúsar Andra og láta aðgangseyri á leik Grindavíkur og Tindastóls sem fram fór í Grindavík í kvöld, sem og á báðum leikjum kvennaliðsins um helgina renna til fjölskyldu Magnúsar Andra. Eftirlifandi eiginkona hans er Hjörtfríður Jónsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn, Ernu Rún, Berglindi Önnu og Hjalta.

Magnús Andri og stórfjölskylda hans hafa síðustu ár hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu og ávallt til styrktar Alzheimersamtökunun, en Hjörtfríður greindist með sjúkdóminn fyrir fimm árum síðan, aðeins 51 árs að aldri.

Þeir sem ekki komast á leikina, en vilja styðja við fjölskyldu Magnúsar Andra geta lagt inn á reikning sem er í varðveislu Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur: 0146-26-3030, kennitala 550591-1039.

Magnús Andri í góðra vina hópi með þeim Eyjólfi Guðlaugs og Gumma Braga á herrakvöldi körfunnar haustið 2014.

Þess má geta að andstæðingar Grindavíkur í leiknum, körfuknattleiksmenn Tindastóls byrjuðu kvöldið á að greiða sig inn á leikinn.
Munum að á landsvísu erum við ein fjölskylda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Fagna þeir titlinum?

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Fagna þeir titlinum?
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni