fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Fæddust á sama spítala – Gift í dag „Við vissum að við vorum ætluð hvort öðru“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2007 kynntust Jessica Gomes og Aaron Baines þegar þau voru nemar í sitt hvorum menntaskólanum í Taunton í Massachusetts. Sameiginlegir vinir þeirra komu þeim saman og fljótlega urðu þau par.

„Ég vissi frá upphafi að hann væri öðruvísi, hann sýndi mér virðingu og fékk mig til að hlæja,“ segir Gomes. „Hann fær mig enn til að hlæja. Enginn annar gerir það. Við vissum frá byrjun að við værum ætluð hvort öðru.“

Fljótlega kom í ljós að þau áttu fleira sameiginlegt.

Aaron Baines.
Jessica Gomes.

„Við vissum strax að við áttum sama afmælisdag,“ segir Gomes. „Síðar kom í ljós að við erum fædd á sama spítala.“

Bæði eru þau fædd 28. apríl 1990 á Morton spítalanum í Taunton, Masachusetts. Og ekki nóg með það, heldur eru þau einu börnin sem fæddust á spítalanum þann dag. Það staðfestir blaðaúrklippa sem amma Gomes hefur alltaf haldið upp á.

„Ég trúði honum ekki fyrst þegar hann sagðist eiga afmæli sama dag og ég og hélt að hann væri bara að reyna að heilla mig.“ Þau voru þó fljót að taka upp skilríkin þegar þau hittust fyrst.

Bairos bað Gomes í nóvember árið 2015 meðan þau voru á göngu í gegnum almenningsgarðinn í Boston. Hann bað fjölskyldu þeirra og vini að fela sig víðs vegar um garðinn til að koma henni á óvart. Hún sagði já og þau giftu sig 9. september síðastliðinn í sömu kirkju og fimm ættliðir Gomes fjölskyldunnar hafa gift sig í.

Foreldrar þeirra hafa skemmt sér yfir sögu barna þeirra. „Foreldrum okkar finnst þetta alveg mega fyndið,“ segir hún „og þau vissu að þetta var eitthvað alveg sérstakt.“

„Við erum enn að venjast því að vera hjón, en þetta hefur verið frábært hingað til,“ segir Gomes. „Við vonum að okkar saga fái fólk til að brosa og gleðjast, af því heimurinn þarf á því að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“