Eins og allir foreldrar vita þá eru börnin okkar stundum veik og þurfa meðal í veikindunum. Lee fann þó „trikk“ til að koma lyfinu ofan í barnungan son sinn, án þess að dropi færi til stillis og án þess að hann gréti úr lungum við að þurfa að innbyrða ógeðið sem lyf oftast eru.
Hún setti einfaldlega lyfið í sprautu og síðan í pelatúttu sonarins, þar sem hann drakk lyfið sæll og glaður.
Skrifar hún á Facebook að hún hafi reynt í sólarhring til að fá hann til að taka lyfið með þeim afleiðingum að hann var allur útataður í því. Þá mundi hún eftir að hafa séð þetta „trikk.“
„Það fór ekki dropi til spillis og engin tár. Deilið endilega með öllum mömmum sem þið þekkið.“
Færslan fékk fljótlega góð viðbrögð og hafa yfir 120 þúsund deilt henni og þúsundir skrifað athugasemdir.