fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

KILROY býður þér upp á að flýja veturinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. október 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaskrifstofan KILROY býður upp á spennandi og skemmtilegar ferðir og sérhæfir sig í þjónustu fyrir ungt fólk og námsmenn.

Á meðal ferða sem þeir bjóða upp á á nýju ári 2018 er Vetrarflótti til Asíu.

Ferðin er frá 15.03.2018 til 12.04.2018 og það er pláss fyrir 8 manns á aldrinum 18 til 30 ára. Innifalið í verðinu eru allar samgöngur, gisting og heill hellingur af spennandi afþreyingu.

Dagskrá er þéttskipuð af mögnuðum upplifunum en inn á milli hafa ferðafélagar einnig nægan tíma fyrir slökun. Það er enginn farastjóri í ferðinni. Hópurinn ferðast á eigin vegum á milli staða en svo á hverjum áfangastað er skipulögð dagskrá þar sem leiðsögumenn eða kennarar taka á móti hópnum og sjá um allt skipulag.

Nokkrir hápunktar ferðarinnar:

  • Eyðimerkursafarí og skoðunarferð í Dubaí
  • Köfunarnámskeið á Maldíveyjum
  • Surfskóli á Sri Lanka
  • 10 daga ævintýraferð um Sri Lanka

Ein af þeim sem farið hefur í ferðina er Guðrún Marín Viðarsdóttir sem var tilbúin að segja frá reynslu sinni og upplifun.

„Ég fór með Kilroy í ferð sem heitir Vetrarflóttinn í mars á þessu ári. Þetta árið var farið í mánaðarferð og voru viðkomustaðirnir Dubai, Maldíveyjar og Sri Lanka,“ segir Guðrún Marín. „Við byrjuðum ferðina í Dubai í fjóra daga og þar fórum við í skoðunarferð um borgina og í eyðimerkursafarí sem var algjör snilld. Á Maldíveyjum vorum við svo í átta daga og þar lærðum við að kafa. Í lok vikunnar fengum við svo köfunarréttindi. Síðasti áfangastaðurinn í vetrarflóttanum var Sri Lanka. Þar vorum við í 17 daga.  Fyrstu tíu dagana vorum við í skoðunarferð um landið og svo viku í surfcamp.

Lengdi ferðina um tæplega mánuð

Guðrúnu Marín líkaði svo vel að hún lengdi ferðina um tæplega mánuð ásamt tveim öðrum stelpum sem voru með henni í Vetrarflóttanum. „Við fórum í geggjaða ferð til Tælands í 18 daga og enduðum ferðina á Bali í viku í surfcampi.“

En af hverju ákvað hún að fara í Asíu reisu? „Mig langaði að ferðast til staða sem væru allt öðruvísi en Ísland og íslensk menning. Svo er Asía bæði ódýr og með fullt af spennandi áfangastöðum.“

Guðrún Marín segir að upplifunin hafi verið alveg frábær í alla staði. „Ég kynntist fullt af æðislegu fólki allsstaðar að úr heiminum og get ekki beðið þangað til að ég fer í næstu reisu!“

Guðrún Marín var 23 ára þegar hún fór í ferðina sem hún segir hafa verið fínan aldur fyrir hana. Mér finnst þó aldur ekki skipta neinu máli þegar þú ert að láta drauma þína rætast.

„Ég fór ein, en það var ekkert mál því maður kynntist öllum í hópnum strax. Það er líka ekkert mál að kynnast öðrum á ferðalagi, það voru svo líka mun fleiri að ferðast einir en ég bjóst við.“

Hún segir ferðina hafa verið peningana virði og ekki sjá eftir krónu. Aðspurð um hvað standi upp úr eftir ferðina, segir hún að það sé Thailand. „Ég féll alveg fyrir landinu og menningunni. Þetta er mjög brosmild þjóð. Síðan voru báðar vikurnar í sörfcampinu alveg geggjaðar. Ég sörfaði sem sagt bæði í Sri Lanka og á Bali, og á báðum stöðum á vegum Lapoint, en það er fyrirtæki sem ég mæli klárlega með.“

En myndi hún ferðast á þennan hátt aftur og hvaða ferð yrði þá fyrir valinu? „Já ég ætla klárlega að ferðast meira í framtíðinni. Næst myndi ég líklega hanna mína eigin ferð með hjálp Kilroy. Þau eru svo miklir snillingar að plana fyrir mann!“

„Ég lærði það af ferðinni að bara njóta augnabliksins.. eins cheesy og það hljómar. Síðan má maður ekki gleyma að vera þakklátur fyrir það sem maður á, en á nokkrum af þessum stöðum varð ég vör við mikla fátækt.“

Guðrúnu Marín fannst það skipta öllu máli að versla ferðina í gegnum Kilroy, þar sem hún hafði aldrei ferðast á þessum slóðum áður. „Það var því mjög þægilegt að geta treyst á Kilroy, þar sem þetta var í fyrsta skiptið sem ég ferðaðist ein svona langt og lengi.“

„Ég fékk aðstoð við allt í rauninni. Þau panta allt fyrir þig ef þú þarft þá hjálp. Flug, gistingu og alls konar ferðir. Ég mæli hiklaust með að panta bara tíma hjá ferðaráðgjafa og þau hjálpa þér að plana þína draumaferð.“

Allar nánari upplýsingar um ferðina má fá hjá KILROY.

Á heimasíðunni, í síma 517-7010 eða á skrifstofunni sjálfri, en KILROY er á Lækjartorgi 5, 3. hæð.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telma til skoska stórliðsins

Telma til skoska stórliðsins
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Dæmdur fyrir að rassskella dóttur sína – Stúlkan fær hálfa milljón í bætur

Dæmdur fyrir að rassskella dóttur sína – Stúlkan fær hálfa milljón í bætur
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.