Borgarleikhúsið frumsýndi á föstudag Guð blessi Ísland eftir þá Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson, en þeir félagar settu upp Njálu í Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum og sló sú sýning í gegn.
Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir og skrifar auk þess handritið ásamt Mikael Torfasyni, leikmyndahönnuður er Ilmur Stefánsdóttir, Katrín Hahner sér um tónlist og í helstu hlutverkum eru Halldóra Geirharðsdóttir, Arnmundur Ernst Backman, Brynhildur Guðjónsdóttir, Örn Árnason og Halldór Gylfason.
Í Guð blessi Ísland er áhorfendum boðið í partý aldarinnar þar sem allt getur gerst eins og í góðum partýum. Öllu er tjaldað til: tónlist, dansi, myndlist, leik og sprelli. Óhætt er að lofa fjörugri kvöldstund yfir ógleymanlegum gleðileik sem fjallar um hrunið og framtíð okkar, íslensku þjóðarinnar.
Sýningunni var vel tekið af frumsýningargestum.
Allar nánari upplýsingar um Guð blessi Ísland má finna hér.