„Mig langaði að einblína á það jákvæða og er að vinna með falleg og hlý orð í stað A fyrir Api, Á fyrir Ás, B fyrir Banani og svo framvegis þá nota ég A fyrir Alúð, Á fyrir Ást, B fyrir Bjart,“ segir Guðrún Huld.
Plakatið hefur lærdómsgildi fyrir yngri kynslóðina sem og eldri og fæst í tveimur stærðum, A3 og A4, á Facebooksíðu hennar.
„Margir sem hafa keypt plakatið hjá mér hafa stillt því uppi hjá sér í forstofuna og vilja velja sér staf og orð áður en haldið er út í daginn eða haft sem stofudjásn,“ segir Guðrún Huld.