Signature húsgögn opnaði fyrst dyrnar árið 2003, þá staðsett í Bæjarlindinni, og varð um leið brautryðjandi í hágæða útihúsgögnum á Íslandi.
Nú hefur verslunin stækkað margfalt með innkomu nýrra evrópskra vörumerkja. Húsgagnavörumerkin XOOON og Henders & Hazel eru með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu, og er verslunin í Askalindinni fyrsta concept-búðin á Norðurlöndunum.
Áherslurnar eru frábreyttar hefðbundnum íslenskum húsgagnaverslunum. „Hér er áherslan á mismunandi litaval og efni í húsgögnunum. Þó svo að eikarhúsgögn séu stór hluti hjá okkur, eru borð og skenkir fáanlegir úr skemmtilegum viðartegundum sem hafa lítið sést á Íslandi áður. Kikar-viður sem dæmi, er hlýlegur viður með mjúka ásjónu, en er í raun harður viður, sambærilegur og eikin,“ segir Böðvar Friðriksson framkvæmdastjóri Signature húsgagna.
Auk þess er nýja hönnunarvörumerkið Coco Maison allsráðandi í versluninni. Verslunin er skreytt með ljósum, veggmyndum, púðum og skrautmunum frá Coco Maison, auk þess sem gjafavöruverslun full af skrautmunum er í versluninni.
Verslunin er kærkomin viðbót í íslenska húsgagnamarkaðinn, þar sem evrópsk hönnun og framleiðsla er í fyrirrúmi. Sófasett, hægindastólar, borðstofustólar og barstólar eru fáanleg í yfir 200 gerðum af áklæði og leðri.
„Við leggjum einnig áherslu á að þú sért að stíga inn í verslun þar sem þú upplifir eitthvað nýtt. Uppsetning verslunarinnar var hönnuð með það í huga að þú fáir góðan skammt af innblæstri fyrir þitt heimili. Það er mikil sköpunargleði í versluninni, og þú ættir að ganga út með nýjar hugmyndir,“ segir Böðvar um upplifunina í versluninni sjálfri.
„Það sem við ákváðum þegar við lögðum af stað með þessar nýju línur, var að mæta á íslenska markaðinn með sömu verð og eru á meginlandi Evrópu. Þannig eru vörurnar merktar bæði með verði í evrum og krónum, og neytandinn sér bersýnilega hvað hluturinn kostar í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi og á Íslandi. Okkur finnst þetta vera rétta leiðin í þessu, og erum við stolt að geta boðið þessi verð hér á landi, þrátt fyrir aukinn flutningskostnað og annað,“ segir Böðvar um verðlagið í versluninni, en íslenskir neytendur eru mjög meðvitaðir um verðlagningu.