fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Guðný hafði bara efni á að leigja herbergi – Datt aldrei í hug að hún gæti lent í þessari stöðu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. október 2017 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér leið eins og það væri ekki pláss fyrir mig á Íslandi,“ sagði Guðný Helga Grímsdóttir, þrítug kona, sem hélt erindi á húsnæðisþingi í dag. Guðný var ein fjögurra kvenna sem stigu í pontu og sögðu frá reynslu sinni af leigumarkaðnum hér á landi.

Guðný Helga er með sveinspróf í húsgagnasmíði og B.A.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Hún var á leigumarkaði í sjö ár; var lengi á stúdentagörðum, leigði svo af skyldfólki en nú stendur henni aðeins almennur leigumarkaður til boða.

„Í febrúar skrifaði ég undir eins árs leigusamning en honum var sagt upp eftir fimm mánuði þar sem leigusalinn ákvað að flytja sjálfur inn. Ég byrjaði strax að leita en sá að leiguverðið var of hátt og ég hafði aðeins efni á að leigja herbergi. Það hefði aftur á móti þýtt að ég þyrfti að leigja geymslu fyrir búslóðina mína svo þetta gekk ekki upp.“

Í erindi sínu sagði Guðný Helga að sér hafði aldrei dottið í hug að hún gæti lent í þessari stöðu. Hún hafði talið sig vera vel fjárhagslega undirbúna til að reka leiguheimili. Hún fór því að leita að húsnæði utan við höfuðborgarsvæðið því hún taldi að þar yrði auðveldara að finna íbúð en svo reyndist ekki vera. Henni hafi liðið eins og það væri ekki pláss fyrir hana hér á landi.

Guðný Helga sá auglýsingu í Bændablaðinu um vinnu fyrir austan og þangað er hún flutt. Þar býr hún í húsnæði sem er tímabundið fram á næsta sumar. „Ég lifi einn dag í einu því framtíðin er óljós. Ég vil bara eiga stað sem ég get kallað heima.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leeds og Burnley í úrvalsdeildina

Leeds og Burnley í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mun snúa aftur í sumar eftir misheppnaða dvöl

Mun snúa aftur í sumar eftir misheppnaða dvöl
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

De Bruyne aftur til Chelsea? – ,,Af hverju ekki?“

De Bruyne aftur til Chelsea? – ,,Af hverju ekki?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lineker segir að United hafi selt mann sem gæti hjálpað liðinu gríðarlega í dag – ,,Nákvæmlega sá sem hentar kerfi Amorim“

Lineker segir að United hafi selt mann sem gæti hjálpað liðinu gríðarlega í dag – ,,Nákvæmlega sá sem hentar kerfi Amorim“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast