Þjónustan gengur út á það að fá send til sín sokkapör einu sinni í mánuði. Sokkarnir eru litríkir og skemmtilegir úr 100% bómull.
Hugmyndin hefur verið í gangi út um allan heim og notið gríðarlegra vinsælda, en nú loksins er þetta í boði á Íslandi eftir að félagarnir Gunnsteinn Geirsson og Guðmundur Már Ketilsson stofnuðu fyrirtækið Smart socks. Hugmyndin varð til þegar Guðmundur var í heimsókn hjá vini sínum í Danmörku sem var í slíkri áskrift, þar voru vinnufélagarnir allir í áskrift af sokkum og vakti það mikla lukku á vinnustaðnum, skapaði stemmingu og allir voru spenntir fyrir sendingunni í hverjum mánuði.
Smart socks býður upp á tvær áskriftaleiðir, annars vegar að fá eitt par á mánuði fyrir 990 krónur eða tvö pör á 1790 krónur, þú velur hvaða stærð þú þarft, 34-39 eða 38-45, og sokkarnir koma inn um lúguna hjá þér með næstu sendingu. Engin binditími er á áskriftinni og því hægt að segja upp hvenær sem er.
Fyrir utan það hvað það er þægilegt að fá sokka senda heim til sín í hverjum mánuði þá getur þetta líka skapað stemningu í hvaða hópi sem er, í vinahópnum, saumaklúbbnum, vinnustaðnum eða bara hjá fjölskyldunni. Viðskiptavinurinn veit ekki hvernig sokkapar hann fær og er passað upp á það að sami viðskiptavinurinn sé ekki að fá sömu sokkana aftur, að minnsta kosti ekki á sama árinu. Sokkarnir eru ekki allir jafn litríkir, sumir hógværari en aðrir en aðalatriðið er að einlitir svartir og hvítir sokkar eru ekki í boði.
Þú pantar áskrift á heimasíðu Smart Socks.