fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025

Ashton Kutcher og Mila Kunis eru með reglu varðandi jólagjafir barna sinna

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. október 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldan sést ekki oft saman opinberlega, þessi mynd er frá júlí 2016.

Hjónin Ashton Kutcher og Mila Kunis hafa tekið upp nýja reglu hvað varðar jólagjafir til barnanna þeirra: engar jólagjafir punktur!

Þau hafa gefið það upp áður að þau vilja ala börnin sín upp á venjulegan hátt og núna hefur Kunis sagt frá nýrri jólahefð þeirra, sem mun byrja næstu jól, engar gjafir handa börnunum.

Kunis sagði að foreldrar þeirra hefðu spillt börnunum, Wyatt Isabelle 3 ára og Dimitri Portwood 11 mánaða, síðustu jól og þess vegna væri reglan núna sett á.

„Hingað til höfum við haft þá reglu hjá okkur að börnin fá ekki gjafir. Núna ætlum við að setja hana fram vegna þess að þegar börnin voru yngri en eins árs skipti hún ekki máli. Á jólunum í fyrra þá var Wyatt tveggja ára og þetta var bara of mikið, við gáfum henni ekkert, bara afar hennar og ömmur.“

„Barnið kann ekki lengur að meta eina gjöf. Það hefur ekki einu sinni hugmynd um hverju það á von, það á bara von á dóti,“ segir Kunis.

Þannig að í ár hafa þau beðið foreldra sína um að gefa frekar framlag til banaspítala, eða til einhvers dýrs eða bara hvað sem þau vilja.

Þeim finnst mikilvægt að spilla ekki börnunum í uppeldinu. „Já við ætlum ekki að ala upp skíthæla, það er nóg af þeim í heiminum, við þurfum ekki að bæta við fleirum,“ segir Kunis. „En það er auðvitað til gott fólk líka.“

Hún hefur áður rætt um uppeldisaðferðir hennar og Kutcher, þar sem þau ala börnin sín upp við að vera „fátæk.“ „Okkur finnst það mikilvægt þar sem við komum bæði frá fátækum heimilum, höfum þurft að berjast fyrir okkar og vitum hvers virði krónan er. Við höfum aldrei fengið neitt up í hendurnar. Við kennum þeim að mamma og pabbi eigi peninga, en ekki þau. Þú ert fátækur, þú átt ekkert. Mamma og pabbi eiga bankareikning.“

Þau hjónin glíma þó ekki lengur við neina fátækt, eignir Kutcher eru um 108 milljónir dollara og Kunis um 23 milljónir dollara.

in game four of the National League Championship Series at Dodger Stadium on October 19, 2016 in Los Angeles, California.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Draumaferðin breyttist í martröð: „Mér datt ekki í hug að eitthvað þessu líkt gæti gerst“

Draumaferðin breyttist í martröð: „Mér datt ekki í hug að eitthvað þessu líkt gæti gerst“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Scholes gagnrýnir Mainoo harkalega og segir hann lélegan íþróttamann

Scholes gagnrýnir Mainoo harkalega og segir hann lélegan íþróttamann
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool fá jákvæð tíðindi

Stuðningsmenn Liverpool fá jákvæð tíðindi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ari Freyr Skúlason aðstoðar U21 árs landsliðið – Tveir leikir í næsta mánuði

Ari Freyr Skúlason aðstoðar U21 árs landsliðið – Tveir leikir í næsta mánuði
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Dulin skilaboð og pólitísk ádeila í hálfleiksatriði Kendrick Lamar á Ofurskálinni

Dulin skilaboð og pólitísk ádeila í hálfleiksatriði Kendrick Lamar á Ofurskálinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guðrún á von á sínu öðru barni og spilar ekki í sumar

Guðrún á von á sínu öðru barni og spilar ekki í sumar
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Guðlaugur Þór: Áttum ekki að fara í seinna kjörtímabilið með VG – kyrrstaðan var okkur dýrkeypt

Guðlaugur Þór: Áttum ekki að fara í seinna kjörtímabilið með VG – kyrrstaðan var okkur dýrkeypt