fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Ragga nagli sýnir rétta andlitið án filters

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. október 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í morgun deildi hún mynd á Facebooksíðu sinni sem sýnir hana eins og hún er nývöknuð á leið á æfingu, án farða, án filters. Einfaldlega af því að lífið er ekki með filter, nema á Instagram.

Hér er splunkuný mynd af Naglanum.
Berskjaldaðri.

Án farða. Án filters.
Klukkan núllsex að morgni.Nývöknuð.
Með bauga. Með þreytt augu. Sigin augnlok.
Á leið á æfingu. Ekki að nenna því samt.

Klósettsetan opin. Óskúraðar flísar.
Sjampóbrúsar kúldrast saman. Sumir tómir.
Tannkremstúpan týndi tappanum sínum fyrir löngu.

Vanalega myndi Naglinn löðra meiki á æðasprungnar nasir og kinnar.
Veðurbarið smettið eins og á Gísla Súrssyni.
Maka svertu í þunnar augabrúnirnar.
Löðra hyljara í baugana.
Greiða gegnum skítugar lýjur og setja í fallegan hnút.
Taka síðan uppstillta mynd og velja fallegan fílter.
Sem felur baugana.

Samfélagsmiðlar geta verið harður húsbóndi.
Þeir birta okkur leikritið.
Bara það sem við megum sjá.

Myndir á Instagram.
Þar sem allt er snurfusað og sópað.
Flöffaðir púðar í Epal sófanum.
Eldhúsborðið berrassað eins og í fasteignaauglýsingu.
Fyrir utan Omaggio vasa með nýafskornum túlípönum.
Og nýbakaðri hnallþóru.
Og mamman urlandi fersk á leiðinni á æfingu
#hardcoremamma

Við fáum ekki að sjá baksviðs.
Þar sem allt er í kaos. Leikarar hlaupa um á nærbrók.
Setjast í sminkstólinn og sparsla í hrukkurnar.

Að pósta glimmerstráðum sýndarveruleika slær bara ryki í augu samferðafólksins.
Sem innrætir „ekki-nóguna“ hjá þeim sem skrolla í gegnum snjallsímann.

Það er ekki starf Naglans að telja ykkur trú um að vera með allt á tandurhreinu.
Því það er svo fjarri veruleikanum….. því Naglinn man ekki hvenær baðherbergisgólfið var skúrað.

Það er enginn fílter í raunheimum.

Hér er splunkuný mynd af Naglanum. Berskjaldaðri.Án farða. Án filters. Klukkan núllsex að morgni.Nývöknuð.Með…

Posted by Ragga Nagli on 8. október 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill fá sex leikmenn til Liverpool

Vill fá sex leikmenn til Liverpool
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi ísskápsmistök gera margir

Þessi ísskápsmistök gera margir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.