fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Tulipop teiknimyndir komnar á YouTube

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. október 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop setti í dag í loftið YouTube rás sem inniheldur stuttar teiknimyndir byggðar á hinum litríka Tulipop ævintýraheimi og persónunum sem þar búa.


Teiknimyndirnar eru framleiddar í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Wildbrain, sem er leiðandi í framleiðslu afþreyingarefnis fyrir vefmiðla, en Wildbrain sér einnig um að stýra YouTube rásinni á heimsvísu.

Handrit þáttanna skrifar handritshöfundurinn Tobi Wilson í samstarfi við Signýju Kolbeinsdóttur, yfirhönnuð Tulipop og skapara Tulipop heimsins, en Tobi hefur skapað sér nafn í heimi teiknimynda, sem einn helsti handritshöfundur hinnar vinsælu þáttaraðar The Amazing World of Gumball, sem sýnd er á Cartoon Network.

„Þetta er stór dagur fyrir okkur í Tulipop og við erum alsæl með að geta nú leyft Tulipop aðdáendum að kynnast skringilegum persónum ævintýraheimsins betur í gegnum teiknimyndir sem við vonum að muni gleðja krakka á öllum aldri,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Tulipop.

Tónlistin í þáttunum er frumsamin af Herdísi Stefánsdóttur og James Newberry, og Ólafur Darri Ólafsson leikari ljær einni aðalpersónu þáttanna, Fred, rödd sína.

Fyrstu þrjár teiknimyndirnar eru nú þegar aðgengilegar á YouTube rásinni, en fleiri þættir munu bætast við á næstu vikum. Þættirnir gerast á eyjunni Tulipop, sem er lifandi og síbreytileg ævintýraeyja með engin bein tengsl við raunveruleikann þó að hún sé að miklu leyti innblásin af Íslandi – þar er að finna heita hveri, eldfjöll og ísjaka. Í þáttunum er fylgst með kómískum ævintýrum Tulipopparanna, sem eru yndislegir en meingallaðir – svona eins og fólk er flest.

RÚV hefur nú þegar tryggt sér sýningarétt á þáttaröðinni og mun láta þýða þættina og talsetja á íslensku í samstarfi við Tulipop og sýna í sjónvarpi síðar á árinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skelfileg tíðindi bárust frá Suður-Ameríku: Látinn aðeins 20 ára gamall – ,,,Það er svo sársaukafullt að kveðja“

Skelfileg tíðindi bárust frá Suður-Ameríku: Látinn aðeins 20 ára gamall – ,,,Það er svo sársaukafullt að kveðja“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus