fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Þessi mynd er mikilvæg ábending um að gæta alltaf öryggis barna í bílnum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. október 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vera foreldri er meira en fullt starf. Það eru allskonar verkefni sem þarf að sinna allan daginn alla daga og oft eru foreldrar að gera margt í einu. Að passa upp á að barnið þitt sé í réttum öryggisbúnaði í bílnum og kyrfilega fest í hann, er þó eitthvað sem foreldrar ættu að gefa sér góðan tíma í, því við vitum aldrei hvenær slysin gerast.

Stöðufærsla og mynd sem Jenna Casado Rabberman, tveggja barna móðir, búsett í Lancaster í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, deilir er góð áminning um þetta veigamikla atriði, sem tekur ekki margar mínútur í hvert sinn.

Rabberman var á leiðinni heim úr leikskólanum með syni sína, annan sex vikna og hinn tveggja ára, þegar annar bíll keyrði á bíl hennar, með þeim afleiðingum að báðir bílarnir eru gjörónýtir, en ökumenn og synir Rabberman sluppu án meiðsla.

„Þú heldur að þetta muni aldrei koma fyrir þig,“ segir Rabberman. „Synir mínur sluppu án skráma, en sjúkraliðar sögðu mér að staðan hefði orðið allt önnur ef ég hefði ekki tekið mér auka tvær mínútur til að passa að þeir væru rétt spenntir í bílstólana. Ég er í lagi, börnin mín eru í lagi, allt annað er hægt að bæta. Ég þakka fyrir að við erum öll heil á húfi.“

Myndin sem Rabberman tók á vettvangi sýnir afleiðingar árekstursins, báðir bílstólarnir eru í óaðfinnanlegu ástandi meðan bílarnir eru gjörónýtir. Myndin er mikilvæg ábending til foreldra um að gleyma ekki að hafa öryggisatriði barnanna í bílnum á hreinu.

„Þetta er ástæðan fyrir því af hverju þú spennir börnin þín rétt í bílstólana í hvert einasta skipti,“ segir hún. „Þó að þau æpi og öskri um að böndin séu of strekkt. Jafnvel þó að þau kvarti um að snúa í öfuga átt.“

Rabberman tók einnig fram að þó að bílstólarnir líti óaðfinnanlega út, þá mun hún kaupa nýja, eins og framleiðandi þeirra ráðleggur að gera, ef árekstur verður, sama þó að tjónið sé lítilvægt.

Slysið er mikilvæg ábending um að tryggja alltaf öryggi allra í bílnum, barna sem fullorðinna.

Hér má nálgast upplýsingar um öryggi barna í bíl.

https://www.facebook.com/jenna.casadorabberman/posts/10102408310069428

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu sturlað sigurmark sem tryggði Real mikilvægan sigur

Sjáðu sturlað sigurmark sem tryggði Real mikilvægan sigur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“

Steinhissa þegar ein frægasta kona heims sást í mynd: Sá niðurlæginguna í persónu – ,,Ég trúi því ekki“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Á bekknum í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár

Á bekknum í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi