Eftir árs langa leit í fimm heimsálfum þar sem yfir 1000 leikkonur spreyttu sig fyrir hlutverkið, sem felur meðal annars í sér kunnáttu í bardagalistum, enskukunnáttu og stjörnueiginleika, var Liu valin. Til að halda í menningarlegan bakgrunn myndarinnar lögðu framleiðendur áherslu á að kínverks leikkona myndi leika Hua Mulan, sem dulbýr sig sem karlmaður til að taka sæti föður síns í Kínaher á fimmtu öld.
Liu hefur allt sem þarf í hlutvekið, hún ber gælunafnið „Fairy sister“ (Álfa systir) í Kína vegna hreins og sakleysislegs útlits og ímyndar og er ein af vinsælustu leikkonum samtímans eftir að hafa komið fyrst fram í vinsælum sjónvarpsþáttum um 2005, þegar hún var enn unglingur og sótti um í leiklistarskólanum í Beijing. Hún talar ensku reiprennandi, hefur búið í Queens í New York og hefur leikið á ensku á móti Jackie Chan og Jet Li og í Outcast árið 2014 á móti Nicholas Cage og Hayden Christensen. Hún lék einnig á móti Emilie Hirsh í mynd Bille August The Chinese Widow sem var opnunarmynd alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Shanghai núna í júní.
Liu hefur verið andlit Dior, Tissot, Garnier og Pantene. Hún lék síðast í Once Upon a Time, sem skilaði 82,3 milljón dollara í tekjur í Kína nú í sumar. Árið 2012 lék hún í The Assassins sem hún fékk sín fyrstu verðlaun fyrir á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Macau.
Mulan er áætluð í kvikmyndahús árið 2019. Teiknimyndin sem kom út árið 1998 og Ming-Na Wen, Eddie Murphy og B.D. Wong töluðu inn á auk annarra, halaði inn 304,3 milljónir dala á heimsvísu og var tilnefnd til Grammy og Óskarsverðlauna.