Í depurð varð fíkillinn virkur
hann gróf upp sitt helsjúka myrkur
hann ýtti á forboðinn rofa
og grét þar sem englarnir sofa
Hann ráfaði um ljúfsárar stundir
vímaður varð hann þar undir
deyfðin hún bjargaði honum
frá hrýmköldum stöðnuðum vonum
Hann ásinn með loforðin reykti
restarnar tók hann og sleikti
hann hallaði höfðinu aftur
dofinn varð orðvana kjaftur
Með hyldýpisþungann á limnum
faðir vor ert þú á himnum
hann fann hvernig hönd fór að síga
Í hvor vímuna ætti hann að stíga
Sjálfur hann þurfti ekki að velja
þær báðar vildu hann kvelja
með steðja og sigð vildu lauma
í nautnina laskaða drauma
Englarnir sveimuðu heftir
hjá honum þar til ekkert var eftir
Svo grétu þeir vanga við vanga
er hann sofnaði svefninum langa.