fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025

Hún svaraði fyrir sig þegar afgreiðslukona sagði trúlofunarhringinn hennar glataðan

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hringskömm, ef við getum kallað það það á íslenskunni, er fyrirbæri sem fyrirfinnst og felst í því að setja út á trúlofunar- og/eða giftingarhringa kvenna. Hringskömm felst í því að setja út á að hringurinn sé ekki nógu stór, nógu fallegur, nógu glitrandi, nógu dýr eða allt þetta og gert til að láta konunni sem hringinn ber líða illa og telja að maðurinn sem gaf henni hringinn elski hana ekki nóg.

Auglýsingar keppast um að selja okkur þá hugmynd að því stærri, dýrari og meira áberandi sem hringurinn er því meiri sé ástin sem maðurinn ber til okkar. Ariel McRae sem giftist kærasta sínum Quinn í fyrra lét þó ekki bjóða sér þetta og skrifaði stöðufærslu á Facebook sem vakti mikla athygli.

Maðurinn minn á ekki mikið, hvorugt okkar á mikið. Við böslum til að borga reikninga og eiga fyrir mat, en eftir að hafa verið í sambandi í tvö ár ákváðum við að við vildum ekki bíða lengur.

Ég var ekki einu sinni að hugsa um hring, ég vildi bara giftast besta vini mínum, en hann vildi meira. Hann safnaði nægum pening til að kaupa tvö hringa frá Pandora. Þeir eru á baugfingri mínum í dag og ég elska þá.

Þegar við vorum að kaupa hringana, þá var starfsstúlka að aðstoða okkur og selja okkur þá. Önnur starfsstúlka kom til okkar og sagði: „Pælið í að sumir karlmenn kaupa þessa hringa sem trúlofunarhringa? Glatað.“

Þegar hún sagði þetta þá sá ég sorgarsvip koma á Quinn. Honum leið nægilega illa yfir því að hann hafði ekki efni á að kaupa perulaga hringinn sem var gullfallegur, rándýr og covermyndin á Pinterest síðunni minni. Honum fannst hann þegar glataður og spurði mig aftur og aftur: „Ertu viss um að þú ert ánægð með þessa? Ertu viss um að þessir séu í lagi?“

Hann var í uppnámi yfir að ég væri ekki nógu hamingjusöm og að ég vildi ekki giftast honum af því að hringirnir mínir kostuðu ekki næga peninga eða voru ekki nógu áberandi.“

Gamla Ariel hefði rifið kerlinguna á hol. Þroskaða Ariel svaraði: „Það er ekki hringurinn sem skiptir máli, heldur ástin sem varð til þess að hann var keyptur.“ Við keyptum hringana og fórum.

Ég hefði gifst honum þó að hann hefði sett sælgætishring á fingur mér. Hvenær varð menning okkar þannig að við teljum mann bara elska konu ef að hann kaupir handa henni rándýran hring og auglýsir það síðan opinberlega á samfélagsmiðlum með mynd af þeim hring?

Já þeir eru vissulega fallegir, já athöfnin er falleg og ég er ekki að reyna að gera lítið úr þeirra upplifun, en hvenær varð þetta svona? Hvenær urðu veraldlegir hlutir jafngildi ástar?

Maðurinn minn var hræddur um að ég myndi ekki vilja hann af því hann hafði ekki efni á skartgrip. Hann var hræddur um að ástin sem ég ber til hans myndi fölna af því hann hafði ekki efni á hringnum sem mig langaði í. En hér er ég, gift hjá sýslumanni, ber hringa sem kostuðu 13.000 kr., ástin í lífi mínu mér við hlið og ég gæti ekki verið hamingjusamari.

Fyrir Ariel voru það ekki peningarnir eða stærðin á hringnum sem skiptu máli, heldur sú staðreynd að verja lífinu með besta vini hennar og framtíðareiginmanni. Eins og áður sagði vakti stöðufærslan mikla athygli þegar Ariel póstaði henni og var hún margspurð um hvernig hún og maðurinn hennar hefðu kynnst. Hún svaraði því í stuttu máli og fylgir sagan hér.

Ég og maðurinn minn kynntumst á netinu þegar við vorum 20 ára, töluðum saman í síma (og ég meina töluðum, ekki í gegnum sms eða skilaboð) næstu tvo daga í meira en sex klukkustundir hvort skipti. Hann keyrði síðan í klukkutíma til mín til að bjóða mér á stefnumót. Ég var í hallærislegri jólapeysu (ef þið trúið mér ekki, spyrjið hann).

Við borðuðum kjúklingavægi, fórum í ropkeppni og rúntuðum síðan um, hlustuðum á tónlist og sungum. Ég varð ástfangin af honum á fyrsta deiti. Ef hann hefði beðið mig um að giftast sér þá, þá hefði ég líklega sagt já.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barcelona gefst upp og Arsenal fær gullið tækifæri í sumar

Barcelona gefst upp og Arsenal fær gullið tækifæri í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

13 launahæstu leikmenn deildarinnar spila fyrir sama lið

13 launahæstu leikmenn deildarinnar spila fyrir sama lið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leki frá Manchester United sem vekur mikla athygli

Leki frá Manchester United sem vekur mikla athygli