fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Björn Lúkas kominn í úrslit

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson er kominn í úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Hann er búinn að klára fjóra bardaga á fjórum dögum, alla í 1. lotu. Úrslitin fara fram á laugardaginn.

MMAfréttir greindu fyrst frá. Björn Lúkas mætti Ástralanum Joseph Luciano í dag í undanúrslitum. Ástralinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður en okkar maður var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og tók bakið á Luciano. Þar reyndi hann að finna opnanir til að klára bardagann en Luciano varðist vel.

Ástralanum tókst að standa upp en Björn kastaði honum niður skömmu síðar með fallegu júdó kasti. Aftur náði hann bakinu en í stað þess að fara í henginguna sótti hann í armlás. Björn náði að rétta alveg úr hönd Luciano og stöðvaði dómarinn bardagann. Luciano tappaði ekki út en hugsanlega hefur hann gefið dómaranum merki þess efnis að stöðva bardagann.

Árangur Björns Lúkasar er feikna góður, en þrjá bardaga hefur hann klárað með armlás og einn með tæknilegu rothöggi. Hann fær frí á morgun en úrslitin fara svo fram á laugardaginn.

Björn Lúkas var í viðtali við DV í maí síðastliðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.