Innihald:
Ítölsk pylsa
3 bollar skorinn laukur
4 maukaðir hvítlauksgeirar
2 matskeiðar oregano
½ matskeið rauðar piparflögur
2 matskeið tómatmauk
1 dós niðurskornir (diced) tómatar
2 stykki lárviðarlauf
6 bollar kjúklingasoð
½ bolli basil
salt og pipar
Ostablanda:
230 grömm ricotta ostur
½ bolli parmesan
¼ matskeið salt
pipar eftir smekk
mozzarella
Aðferð:
1) Brúnaðu pylsuna í olífuolíu í fimm mínútur. Bættu lauk við og eldaðu áfram í sex mínútur.
2) Bættu hvítlauk, oregano og rauðum piparflögum við, eldaðu í eina mínútu. Bættu tómatmauki við og hrærðu.
3) Bættu niðurskornum tómötum við, lárviðarlaufi og kjúklingasoði. Láttu sjóða, minnkaðu hitann og láttu malla í 30 mínútur.
4) Sjóðið pastað sér.
5) Útbúðu ostablönduna meðan pastað sýður.
6) Settu ostablönduna neðst í skál og súpuna yfir. Dreifðu síðan mozzarella og basil yfir áður en borið er fram.