fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Björn Lúkas með öruggan sigur á fyrsta degi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram um þessar mundir í Barein. Björn Lúkas Haraldsson er eini fulltrúi Íslands á mótinu en hann er kominn áfram í næstu umferð eftir sigur í gær.

Björn Lúkas keppir í millivigt en fyrsta umferð mótsins fór fram í gær. Björn mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og lenti ekki í neinum teljandi vandræðum. Björn Lúkas er með mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu og kom sú reynsla vel að notum í dag. Björn kastaði Spánverjanum niður, komst í yfirburðastöðu og kláraði með armlás eftir rúmar tvær mínútur af fyrstu lotu. MMAFréttir greindu fyrst frá.

Björn er þar af leiðandi kominn áfram í 16-manna úrslit en þau fara fram í dag. Þá mætir hann hinum írska Fionn Healy-Magwa. Írinn vann sinn bardaga í gær eftir klofna dómaraákvörðun og þurfti því að taka mun meira á því í búrinu í gær heldur en Björn. Healy-Magwa er 7-2 á áhugamannaferlinum í MMA en hann æfir hjá SBG í Dublin undir handleiðslu John Kavanagh.

Bardaginn í gær var þriðji MMA bardagi Björns á MMA ferlinum og hefur hann klárað þá alla í 1. lotu. Það er því ljóst að bardaginn í dag verður hörku bardagi.

Það er alþjóðlega MMA sambandið (IMMAF, International MMA Federation) sem stendur að mótinu en þetta er í fjórða sinn sem Heimsmeistaramót áhugamanna er haldið.

Ísland hefur þrívegis eignast Evrópumeistara áhugamanna í MMA. Þau Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson tóku gullið á Evrópumeistaramótinu 2015 og Egill Øydvin Hjördísarson tók gull á Evrópumeistaramótinu 2016.

Ísland hefur ekki enn eignast gull á HM en Mjölnismaðurinn Björn Lúkas Haraldsson stefnir á gullið í ár.

https://www.instagram.com/p/BbceOY6HDDi/

Björn Lúkas var í viðtali við DV í maí síðastliðnum.

Heimasíða Heimsmeistaramótsins í MMA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Vinkonurnar eru báðar látnar

Vinkonurnar eru báðar látnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.