fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Ragga nagli: „Nærumst og njótum í núvitund“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta pistli sínum á Facebook hvetur hún okkur til að nærast og njóta í núvitund:

Jón ákveður að bjóða vinum sínum í mat á laugardegi.
Hann planar matseðilinn viku fyrir matarboðið

Önd í appelsínusósu. Og humarsúpu í forrétt.

Jón keyrir í matvörubúðina á föstudagseftirmiðdegi.
Innan um þreyttar húsmæður og grenjandi börn á úlfatímanum.

Velur endurnar af kostgæfni. Potar og þreifar á holdum þeirra eins og í hrútaþukli. Þrjár íturvaxnar endur ættu að duga ofan í mannskapinn.

Appelsínur í poka. Rjómapelar í sósuna. Já og ekki má gleyma Waldorfsalatinu.

Þegar heim er komið er góssinu staflað á borðið. Troðið í hillur. Henda í skápa. Raða í ísskápinn.

Ræs eldsnemma á laugardagsmorgni.

Skera. Saxa. Steikja. Sjóða.

Humarinn sóttur hjá fisksalanum á horninu.

Skelfletta kvikindin. Kreista appelsínur. Þeyta rjóma.

Já og Ríkið maður… ná í nokkrar rauðvínsbokkur til að bleyta í tánum.

Leggja á borð. Pússa silfrið. Fægja kristalsglösin.

Hvar eru servéttuhringirnir? Og sprittkertin?

Gestirnir koma. Allir setjast.
Súpan sörveruð. Jón slurkar hana á fjórum mínútum með stóru skeiðinni sinni.

Næsti réttur á borð er aðalrétturinn sem er búinn að malla í ofninum í marga klukkutíma.

Önd a la órans.

Jón dúndrar stóru læri á diskinn, vænni bringu, slummu af Waldorf og öllu drekkt í sósu.

Hnífapörin munduð og hafist handa við verkefnið. Að tæma diskinn.
Jón sker hvern bitann af öðrum. Hendir þeim í túlann.
Og á fimm og hálfri mínútu er búið að ryksuga hverja örðu.

Annar eins skammtur ratar á diskinn og fyrra met slegið. Fjórar mínútur og diskurinn berrassaður.

Nú stendur Jón á blístri, með vélindað stútfullt. Hlammar sér í sófann og myndi hneppa frá brókinni ef það væri ekki félagslega óviðeigandi í selskap.

Eftir matinn er tekið af borðinu. Raðað í uppþvottavélina. Vaskað upp. Gengið frá diskum. Afgöngum pakkað. Sósuslettur þurrkaðar.

Hver er mórall sögunnar af Jóni okkar?

Að við eyðum fleiri klukkustundum, jafnvel sólarhringum og dögum í að hugsa um mat. Versla í matinn. Elda matinn. Skera. Preppa. Undirbúa. Leggja á borð. Ganga frá eftir mat.

En sjálf athöfnin að borða. Athöfnin sem við öll elskum. Athöfnin sem við erum búin að vesenast í kringum

Hún tekur innan við fimmtán mínútur.

Á hraða örbylgjunnar er matnum andað að sér.
Sópað af disknum upp í túlann. Tuggið nokkrum sinnum. Bitunum þrykkt niður vélindað á meðan næsti biti er mundaður með verkfærunum.

Máltíðin sem við eyddum öllum þessum tíma að nostra við er ekki greypt í harða drifið.

Minningin um bragðið, lyktina, upplifunina er í móðu.

Ef við erum ekki sálfræðilega södd og munum ekki eftir máltíðinni þá viljum við meira. Borðum meira seinna. Fáum okkur eitthvað slikk og sukk. Því það er tómarúm í sálinni sem er óuppfyllt.

Rannsóknir sýna að þeir sem hægja á sér og nærast í núvitund borða minna og hafa færri cravings en þeir sem borða hraðar og annars hugar.

Hér eru nokkur ráð til að hægja á sér fyrir dásamlegri kúlínarískri upplifun.

Sestu niður með disk fyrir framan þig.
Notaðu bæði hníf og gaffal
Skiptu í salatgaffal eða barnagaffal. Þá tekur lengri tíma að raða matnum á gaffalinn.
Ekki nota gaffal eins og skóflu til að moka upp í þig.
Leggðu frá þér hnífapörin um leið og þú hefur stungið bita upp í þig.
Taktu sopa af vatni milli bita.
Tyggðu allavega 15 sinnum. Prófaðu að tyggja hægar en þú ert vanur.
Virkjaðu skynfærin. Veltu fyrir þér bragðinu. Lyktinni. Áferðinni.
Settu hendur undir borð meðan þú tyggur.
Andaðu hægt frá þér. Þá finnurðu mesta bragðið.
Taktu upp hnífapörin þegar þú hefur kyngt og munnurinn er tómur.
Settu þá nýjan bita á gaffalinn.
Þú þarft ekki að hanga á gafflinum með hvíta hnúa eins og hann muni yfirgefa þig.
Nærumst og njótum í núvitund.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill fá sex leikmenn til Liverpool

Vill fá sex leikmenn til Liverpool
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi ísskápsmistök gera margir

Þessi ísskápsmistök gera margir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.