fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

8000 nemendur og starfsmenn tóku þátt – Vináttuganga í Kópavogi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, hitti Blæ og börnin í Smárahverfi í Fífunni og fór vel á með þeim.

Leikskólar, grunnskólar og félagsmiðstöðvar í Kópavogi tóku í dag þátt í Vináttugöngu í tilefni af baráttudegi gegn einelti. Alls tóku um átta þúsund nemendur og starfsfólk þátt í göngunni sem er nú haldin í fimmta sinn í Kópvogi. Dagskráin fór fram í öllum skólahverfum bæjarins og tókst vel til.

Í tilefni dagsins var kynnt að Vináttuverkefni Barnaheilla væri hafið á yngsta stigi í grunnskólum bæjarins en allir leikskólar í Kópavogi hafa tekið þátt í verkefninu undanfarin ár. Vináttubangsinn Blær, tákn verkefnisins, kom í heimsókn í íþróttahúsið Fífuna þar sem börn úr Smárahverfi söfnuðust saman. Börnin í Smárahverfi sungu og dönsuðu með Blæ og að lokum var hópknús með bangsanum.

Markmið Vináttugöngunnar er að stuðla að jákvæðum samskiptum, vekja athygli á mikilvægi vináttu og virðingar og benda á að einelti er ofbeldi sem ekki verður liðið. Gangan eflir samstöðu og vináttu barna og hefur þannig haft jákvæð áhrif á skólastarf í bænum. Með göngunni  leggur Kópavogsbær sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn einelti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?