fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Reyklausir fá sex daga aukalega í frí árlega

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 3. nóvember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanska markaðsfyrirtækið Piala Inc. tilkynnti starfsmönnum sínum í september síðastliðnum að reyklausir starfsmenn fyrirtækisins fengju sex daga frí aukalega á ári, til að bæta þeim upp reykingapásur annarra starfsmanna.

Áður höfðu reyklausir starfsmenn sýnt pirring yfir því að félagar þeirra væru ítrekað að taka sér reykingapásur yfir daginn. Einn reyklausra starfsmanna fyrirtækisins setti síðan tillögu um frídagana í tillögukassa fyrirtækisins fyrr á árinu, þar sem kom fram að þessar ítrekuðu pásur væru að valda pirringi meðal starfsmanna.

Síðan fyrirtækið tilkynnti ákvörðun sína hafa 30 starfsmenn nýtt sér þessa aukafrídaga á launum.

„Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sá tillöguna og var sammála henni,“ segir Hirotaka Matsushima, talsmaður fyrirtækisins í viðtali við The Telegraph.

Það er kannski ekki að ástæðulausu að reykingapásur starfsfólks hafi valdið pirringi hjá þeim reyklausu, þar sem skrifstofa fyrirtækisins er staðsett á 29. hæð og þarf að fara niður í kjallarann til að reykja. Hver pása tekur því um korter.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Takao Asuka, sagðist vonast til að ákvörðunin myndi fá starfsmenn til að hætta að reykja og nú þegar hafa fjórir lagt sígaretturnar á hilluna til að fá fleiri frídaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Manchester United ekki séð annað eins í yfir 60 ár

Manchester United ekki séð annað eins í yfir 60 ár
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.