Á myndunum sést að kötturinn hefur verið svæfður meðan flúrið var sett á.
Eins og við er að búast var fjöldi neikvæðra athugasemda skrifaðar við myndirnar: „Það væri réttara að húðflúra FÍFL á ennið á henni og brjóta á henni fingurna fyrir að misþyrma saklausum ketti,“ skrifar einn. Annar ritar: „Þú getur ekki bara misþyrmt þeim sem eru veikari en þú, þetta er ekki leikfang, þetta er lifandi vera. Hún bað ekki um þetta flúr.“
„Þú ert virkilega ljót að innan ef þú skilur ekki að það að flúra dýrið þitt er grimmd og veldur sársauka. Helvíti bíður þín,“ skrifaði sá þriðji.
Ivanickaya svaraði seinna athugasemdunum með þeim orðum að „kötturinn er með sitt eigið Instagram og borðar ostrur.“
Hún bætti síðan við að kötturinn lifði betra lífi en þeir sem skrifuðu athugasemdirnar og að hann hafi ekki skaðast af flúrinu.