fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Af hverju felur Sia andlit sitt og hvernig lítur hún út án kollunnar?

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. desember 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Sia er ekki bara þekkt fyrir sönghæfileika sína heldur líka fyrir að fela ætíð andlit sitt með risahárkollu og jafnvel með risa slaufu í hárinu.

Sia hefur falið andlit sitt á þennan hátt síðan fimmta plata hennar kom út árið 2010, á sama tíma og athygli á hana jókst og aðdáendum hennar fjölgaði.

En af hverju felur hún andlit sitt og hvernig lítur hún út án hárkollunnar?

Alls konar skýringar hafa komið fram: að hún sé feimin, að henni líki ekki við augabrúnir sínar, henni sé kalt í framan, að hún hafi keypt of stóra hárkollu og fleira. En í þætti hjá Ellen DeGeneres þrýsti Ellen á Siu um skýringar.

Sia svaraði að hárkollan veitti henni ákveðna friðhelgi. „Ég get farið í Target og keypt slöngu ef mig langar til. Eða ef mér verður mál og ekkert klósett nálægt, þá get ég bara pissað við veginn og það er enginn ljósmyndari að elta mig til að reyna að ná mynd.“

Þessi skýring er alveg góð og gild. Og þegar Sia var í Carpool Karaoke þætti james Corden þá sagði hún sömu sögu. „Ég var söngkona í 10-11 ár við litlar vinsældir, ég glímdi við áfengis- og vímuefnafíkn, síðan varð ég edrú og ég ákvað að ég vildi ekki vera listamaður lengur af því ég var að verða þekktari og þetta var óstöðugt ástand.“

„Þannig að ég hugsaði um hvað væri ekki til í popptónlist á þeim tíma og komst að því að það vantaði leynd. Það eru myndir af öllum á Instagram hvar sem er, hvenær sem er!“

Hugmyndin að kollunni varð til.

En hvernig lítur hún út án kollunnar?

Í febrúar 2016 sýndi hún andlit sitt í partýi í Los Angeles og stillti sér upp með fjölda frægra eins og Beck, Katy Perry og Missy Elliott. Hún mætti þó í partýið með andlit sitt hulið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimsfræg poppstjarna tapaði 3,5 milljónum á 90 mínútum – Ákvað að taka svakalega áhættu í gær

Heimsfræg poppstjarna tapaði 3,5 milljónum á 90 mínútum – Ákvað að taka svakalega áhættu í gær
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að hann fái ekki nógu mikið hrós frá stuðningsmönnum Englands – Betri en Rooney og Kane

Segir að hann fái ekki nógu mikið hrós frá stuðningsmönnum Englands – Betri en Rooney og Kane
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.