Núna er tækifærið að sameina þetta tvennt og eignast Star Wars hjálm þar sem bútar úr Louis Vuitton töskunum eru nýttir til að skapa einstakan og sérstakan söfnunargrip.
Listamaðurinn Gabriel Dishaw endurnýtir töskur, ritvélar og gamlar tölvur til að útbúa þessa einstöku Star Wars hjálma sem kosta rúmlega 265.000 kr. stykkið.
Hann er einlægur aðdáandi Star Wars og segir að það hafi aðeins tímaspursmál hvenær sá áhugi myndi tengjast listsköpun hans. „Ég fann gamlar Louis Vuitton töskur þegar ég var á ferðalagi og hugsaði strax: Hvernig get ég endurnýtt þær fyrir eitthvað Star Wars tengt?“
„Það er vinsælt í dag að vera nörd, sérstaklega núna þegar mikil eftirvænting er vegna nýju myndarinnar.“ Og af fylgjendafjöldanum á Instagram að dæma, yfir 13 þúsund, þá er það rétt hjá honum.