Naglinn tók jólahreingerningu í fataskápunum og losaði út spjarir af sjálfri sér og spúsanum. Fyllti heila ferðatösku af allskonar og flutti landflutningum.
Gallabuxur, spariklæði, blússur, skyrtur, pils, strigaskór.Naglinn vildi endilega koma fötunum beint í brúk.
Beint til þeirra sem hefðu lítið sem ekkert handa á milli.
Að fötin væru ekki seld í sjoppu eða á uppboði heldur notuð
af fólki í neyð.
Naglinn hafði því samband við Semu Erlu Serdar sem er með Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi
Hún sagði að það væri mikil þörf fyrir föt á fullorðna, því margir ættu ekki einu sinni brók til skiptanna þegar þeir koma til Íslands.
Það væri þörf fyrir allt niður í nærbuxur.Naglinn vill benda á þetta óeigingjarna starf Solaris fyrir þá sem vilja losa nokkur herðatré fyrir jóladressið.