fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025

Kæri jólasveinn: iPhone eða mandarína?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru jólasveinar á fullu að raða í pokann skógjöfum fyrir börnin og styttist í að þeir skelli pokanum á bakið og arki til byggða, einn af öðrum. Það er rétt að þeir lesi orð Davíðs Más Kristinssonar áður en þeir leggja í hann. Og ef að netsambandið til fjalla er eitthvað stirt, þá geta kannski foreldrar barnanna skilað þessu til þeirra.

Jólin nálgast með öllu tilheyrandi og jólasveinarnir 13 verða bráðum reiðubúnir að koma til byggða með ýmislegt í pokum sínum fyrir að setja í alla þessa skó í gluggunum.

Ef einhverjir af jólasveinunum eru í tölvufæri upp í fjallshlíðum og lesa þennan greinarstúf þá langar mig að koma með einlæga bón til þeirra og það er að gæta jafnréttis og hófsemis í gjöfum sínum.

Börnin tala náið saman og bera sig saman við hvort annað í hvívetna. Látið ekki sessunauta í bekkjum skólastofa bera sig saman um nýju stóru og dýru gjöfina frá einhverjum ykkar á meðan hinn segir frá einhverju agnarsmáu. Sá samanburður er óþægilegur og væri best ef hann þyrfti ekki að koma til tals.

Það er að mínu mati algjör óþarfi hjá ykkur að gefa stóra gjöf í lítinn skó. Stærðin og verðmiðinn á ekki að skipta neinu máli þegar gefið er í skóinn.

Hið litla og ódýra getur líka svo sannarlega glatt.

Hafið þetta hugfast kæru jólasveinar og góða ferð til byggða.

Davíð Már Kristinsson: Akureyskur Vesturbæingur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar. Þjálfari. Leikari. Sjálfstætt starfandi. Pistlahöfundur fyrir Pressan.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hrukku í kút í beinni útsendingu í gær þegar lamið var á glerið – „Rúnkari“

Hrukku í kút í beinni útsendingu í gær þegar lamið var á glerið – „Rúnkari“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Guðlaugur Þór: Það á að vera hægt að ræða öll mál í Sjálfstæðisflokknum – líka aðild að ESB

Guðlaugur Þór: Það á að vera hægt að ræða öll mál í Sjálfstæðisflokknum – líka aðild að ESB
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bayern bannað að klæðast rauðu treyjunum sínum í Meistaradeildinni

Bayern bannað að klæðast rauðu treyjunum sínum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Börkur Edvardsson í framboð til stjórnar KSÍ

Börkur Edvardsson í framboð til stjórnar KSÍ
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.