fbpx
Mánudagur 17.mars 2025

Jólabréf Höllu Tómasdóttur til barna hennar: „Verið ávallt meðvituð um orð ykkar og athafnir“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

 

Hjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason ásamt börnum þeirra, Tómasi Bjarti og Auði Ínu.

 

„Nú langar mig að ræða mikilvægi þess að þið tileinkið ykkur sjálfsvirðingu. Þið eigið óumdeilanlegan rétt á að setja öðrum mörk og aðrir eiga engan rétt á hegðun eða gjörðum sem valda ykkur óþægindum og/eða vanlíðan. Elskið ykkur sjálf og líkama ykkar eins og þeir eru og látið strax vita ef einhver misbýður ykkur, veldur ykkur óþægindum, ótta eða óeðlilegri líðan,“ ritar Halla Tómasdóttir rekstarhagfræðingur og fyrrum forsetaframbjóðandi í opinberu jólabréfi til barna hennar, Tómasar Bjarts og Auðar Ínu. Bréfið birtir Halla á heimasíðu sinni.

Í bréfinu sem ber heitið Virðing og heilbrigð samskipti, gefur Halla börnum sínum þrjú góð ráð út í lífið og hvetur þau til að nýta þá byltingu sem nú er í gangi frá #MeToo til umræðunnar um hvernig við komum fram hvort við annað sér og öðrum til góðs. Hún hvetur þau til að vera hluti af þeim breytta heimi sem við viljum sjá og ganga á undan með góðu fordæmi og sýna sjálfum sér og öllum virðingu, góð og heilbrigð samskipti:

Elsku Tómas Bjartur og Auður Ína,

Það er komið að því að jólasveinninn (móðir ykkar) gefi ykkur góð ráð í skóinn. Fyrir síðustu jól deildi ég með ykkur tíu góðum ráðum, sem enn standa fyrir sínu, en þessa aðventuna finnst mér ég þurfa að ræða sérstaklega um virðingu og samskipti í okkar samfélagi. Við erum í miðri byltingu með mörgum birtingarmyndum, frá #MeToo til umræðu um það hvernig við komum fram við hvort annað, sem og opinberar persónur í okkar samfélagi. Mig langar að biðla til ykkar um að leggjast á árar um að nýta þessa hreyfingu til góðs, vera hluti af þeim breytta heimi sem við viljum sjá og ganga á undan með góðu fordæmi og sýna sjálfum ykkur og öllum virðingu, góð og heilbrigð samskipti. En hvað þýðir það? Hér koma þrjú ráð frá mömmu.

  1. Tileinkið ykkur sjálfsvirðingu, setjið öðrum mörk og verið óhrædd að biðja um hjálp

Ég hef ítrekað minnt ykkur á að sýna ávallt öðrum virðingu. Nú langar mig að ræða mikilvægi þess að þið tileinkið ykkur sjálfsvirðingu. Þið eigið óumdeilanlegan rétt á að setja öðrum mörk og aðrir eiga engan rétt á hegðun eða gjörðum sem valda ykkur óþægindum og/eða vanlíðan. Elskið ykkur sjálf og líkama ykkar eins og þeir eru og látið strax vita ef einhver misbýður ykkur, veldur ykkur óþægindum, ótta eða óeðlilegri líðan. Það á að vera nóg að segja „Mér finnst óþægilegt þegar….“ eða „Mér líður ekki vel með ….. “ Ef það dugar ekki til, komið ykkur eins hratt og þið getið útúr slíkum aðstæðum og verið óhrædd að biðja um hjálp. Aldrei nokkurn tímann láta ykkur detta í hug að óviðeigandi og meiðandi hegðun annarra gagnvart ykkur sé ykkur að kenna.

  1. Þegar þið sjáið eitthvað, segið eitthvað

Ekki standa á hliðarlínunni og þegja þegar þið verðið vitni að orðum eða gjörðum sem valda öðrum vanlíðan. Hafið hugrekki til að segja eitthvað, grípa inní aðstæður sem annars kunna að verða til þess að saklaus manneskja verður fyrir óafturkræfu tjóni. Það gæti bjargað sál og líðan fórnarlambsins ef þið hafið hugrekki til að segja „Mér finnst þetta ekki í lagi….“ eða „Myndir þú vilja láta koma svona fram við þig?“ 

  1. Vandið orð ykkar og athafnir, alltaf, allsstaðar

Verið ávallt meðvituð um orð ykkar og athafnir, hvort sem er í raunheimum eða á veraldarvefnum. Segið ekkert það sem þið mynduð ekki vilja heyra sjálf og gerið ekkert sem þið mynduð ekki vilja að ykkur yrði gert. Takið aldrei þátt í orðræðu eða framkomu sem gæti valdið öðrum tjóni, jafnvel þó að allir aðrir virðist gera það. Sýnið öðrum kærleika, gefið öðrum góð orð og gangið á undan með góðu fordæmi og þannig verðið þið breytingin sem við viljum sjá.

Halla skrifaði einnig jólakveðju til barna sinna í fyrra, sem innihélt tíu góð ráð, lesa má þau hér og hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Las yfir Ange um helgina sem var ekki sáttur – Skipaði honum að vera með mannasiði

Las yfir Ange um helgina sem var ekki sáttur – Skipaði honum að vera með mannasiði
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nýja kærastan mætti á völlinn um helgina og staðfesti sambandið við leikmann City

Nýja kærastan mætti á völlinn um helgina og staðfesti sambandið við leikmann City
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Horfni háskólaneminn – Opinbera hvað kom fram í yfirheyrslu yfir unga manninum sem sást seinast með stúlkunni

Horfni háskólaneminn – Opinbera hvað kom fram í yfirheyrslu yfir unga manninum sem sást seinast með stúlkunni
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Runólfur Ólafsson: Ríkisfjármögnun getur lækkað kostnað um 30-40 prósent – erum allt of mikið í „þetta reddast“

Runólfur Ólafsson: Ríkisfjármögnun getur lækkað kostnað um 30-40 prósent – erum allt of mikið í „þetta reddast“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Leikkona sakar hertogahjónin um að vera atvinnufórnarlömb – „Það er árið 2025 og enginn nennir fórnarlömbum lengur“

Leikkona sakar hertogahjónin um að vera atvinnufórnarlömb – „Það er árið 2025 og enginn nennir fórnarlömbum lengur“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spurður út í framtíðina eftir að Albert og félagar pökkuðu þeim saman

Spurður út í framtíðina eftir að Albert og félagar pökkuðu þeim saman