Það er fleira líkt með þeim en útlitið, þær eiga báðar ættir að rekja til Suðurríkja Bandaríkjanna og eru báðar að koma fram.
„Beyoncé syngur, dansar, semur og ég er blessuð með sömu hæfileika,“ segir Williams. „Við erum báðar sterkar, óttalausar og trúaðar konur.“
Williams býr í Detroit í Michigan og segir að oft séu teknar myndir af henni á almannafæri af ókunnugum sem halda að þar sé Beyoncé á ferð.
„Fólk kemur alltaf að mér, hvort sem það er í flugvél, á flugvellinum, á viðburðum eða á götu úti. Ég hef verið elt á röndum, myndir teknar af mér án leyfis og hrekkjabrögð framin án þess að ég hafi hugmynd um það.“
„Einu sinni elti hópur kvenna mig og vinkonu mína að bílnum okkar, þær byrjuðu að syngja Single Ladies og lömdu bílinn að utan með hælunum á skónum þeirra, þar til við gáfumst upp, renndum niður rúðunni og leyfðum þeim að taka mynd af sér með okkur.“
Williams þoldi ekki að líkjast söngkonunni, en í dag hefur hún tekið líkindin í sátt og hún er mikill aðdáandi Beyoncé.
„Við erum rík að því að eiga konu með svona mikinn þokka, auðmýkt, traust, hæfileika og mikla siðferðiskennd í okkar samtíma. Hún er táknmynd þess sem menn ættu að leita að og konur að verða.“
Um sjálfa sig segir Williams: „Ég er bara klár, skemmtileg, smart stelpa með markmið, sjálfstraust og metnað. Ég vona að Guð leyfði sýn minni að verða að veruleika. Hann hefur gefið mér svo margt.“