fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Valin besta leikkonan 81 árs að aldri – Steig á svið aftur eftir 25 ára pásu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. desember 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glenda Jackson var valin besta leikkonan á London leiklistarverðlaunahátíðinni (London Evening Standard Theatre Awards) sem haldin var á sunnudagskvöldið síðastliðið.

Glenda Jackson er vel þekkt leikkona í Bretlandi og víðar og lék hún jafnt á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum, en hún er nýlega stigin aftur á leiklistarsviðið eftir 25 ára hlé. Í því langa hléi starfaði Jackson sem stjórnmálamaður fyrir Verkalýðsflokkinn í Bretlandi. Hlutverkið sem færði henni verðlaunin er aðalhlutverkið í King Lear.

Jackson var kjörin á þing árið 1992 og það var andúð hennar á Margaret Thatcher og stjórn hennar sem varð til þess að hún bauð sig fram. „Ég hefði gert allt sem löglegt var til að koma henni og stjórn hennar frá. Ég trúði ekki hvað hún var að gera landinu okkar.“

Og 81 árs að aldri er hún mætt aftur á sviðið, í erfiðasta hlutverki sem Shakespeare skrifaði og það fyrir karlmann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur að Kane gæti kallað þetta gott – ,,Það er ömurleg, ömurleg tilfinning“

Telur að Kane gæti kallað þetta gott – ,,Það er ömurleg, ömurleg tilfinning“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Umdeilda stjarnan vann 150 milljónir á afmælisdaginn: Var tilbúinn að veðja 12 milljónum – Birti sjálfur mynd af miðanum

Umdeilda stjarnan vann 150 milljónir á afmælisdaginn: Var tilbúinn að veðja 12 milljónum – Birti sjálfur mynd af miðanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.