Glenda Jackson er vel þekkt leikkona í Bretlandi og víðar og lék hún jafnt á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum, en hún er nýlega stigin aftur á leiklistarsviðið eftir 25 ára hlé. Í því langa hléi starfaði Jackson sem stjórnmálamaður fyrir Verkalýðsflokkinn í Bretlandi. Hlutverkið sem færði henni verðlaunin er aðalhlutverkið í King Lear.
Jackson var kjörin á þing árið 1992 og það var andúð hennar á Margaret Thatcher og stjórn hennar sem varð til þess að hún bauð sig fram. „Ég hefði gert allt sem löglegt var til að koma henni og stjórn hennar frá. Ég trúði ekki hvað hún var að gera landinu okkar.“
Og 81 árs að aldri er hún mætt aftur á sviðið, í erfiðasta hlutverki sem Shakespeare skrifaði og það fyrir karlmann.