fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025

,,Held að þetta sé jólagjöfin sem allir kærastar vilja undir tréð“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. desember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni þess að í dag verður dregið í riðla fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi ákvað landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, einn af höfundum Beint í mark að senda krökkunum sem dvelja á Barnaspítala Hringsins gjöf.

Krakkarnir fengu gefins nokkur eintök af Beint í mark en þar á meðal var eitt áritað af Jóhanni, Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einar Gunnarssyni.

,,Okkur fannst það bæði gaman og í raun skylda að gleðja þá sem eru að glíma við erfiðleika, jólin eru tími til þess að gefa af sér ef maður getur,“ sagði Magnús Már Einarsson einn af höfundum spilsins í samtali við Bleikt.

Spurningaspilið Beint í mark hefur slegið í gegn hjá þeim sem hafa prófað undanfarnar vikur. Spurningarnar eru styrkleikaskiptar sem auðveldar öllum að spila með – sófa sérfræðingum jafnt sem öðrum!

,,Okkur fannst tímabært að koma með svona alvöru fótboltaspil, ég held að þetta sé jólagjöfin sem allir kærastar vilja undir tréð hjá sér í ár,“ sagði Magnús um spilið.

Tæplega þrjú þúsund spurningar eru í spilinu og er þeim skipt í fimm flokka.

Spurningunum er síðan skipt upp í þrjá styrkleikaflokka og því eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir.

Ef mikill getumunur er á keppendum er auðvelt að breyta stigagjöfinni og jafna leikinn. Sá sem er fróðari um fótbolta er látinn svara spurningum úr flokki tvö eða þrjú á meðan aðrir sem minna vita svara spurningum úr auðveldasta flokknum, flokki 1. Allir fá 1 stig fyrir rétt svar.

Að spilinu standa 
Jóhann Berg Guðmundsson (Landsliðsmaður)
Magnús Már Einarsson (Ritstjóri Fótbolti.net)
Hörður Snævar Jónsson (Ritstjóri 433.is)
Helgi Steinn Björnsson (Viðskiptafræðingur)
Daníel Rúnarsson (Hönnun og rekstur)

Spilið er til sölu á heimasíðu þess en hægt er að velja um að fá spilið heimsent eða að sækja það.

Beint í mark er einnig komið í yfir 70 verslanir um allt land, Þú finnur Beint í mark í eftirfarandi verslunum: Bónus, Hagkaup, Nettó, Pennanum, Elko, Byko, Kjörbúðum, A4, Spilavinum, Jóa Útherja og Ozone Akranesi og Kaupfélagi Skagfirðinga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Brjálaður yfir sjónvarpinu: Sakar stjörnuna um að dæla í sig Ozempic

Brjálaður yfir sjónvarpinu: Sakar stjörnuna um að dæla í sig Ozempic
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“