fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025

Það sem þú vissir ekki fyrir barnsburð: „Ekki stinga rörinu ofan í svalan fyrir barnið, það eru mistök“

Öskubuska
Föstudaginn 9. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrahlutverkið getur verið mjög krefjandi á köflum ásamt því auðvitað að vera skemmtilegt. Litlir hlutir sem skiptu ekki máli áður eru allt í einu orðnir mjög mikilvægir og spila stóran þátt í daglegu lífi ykkar. Ég ákvað að setja upp smá lista yfir hluti sem geta gjörsamlega umturnað deginum fyrir foreldrum. Hlutir sem þú vissir ekki einu sinni að væru „hlutir“ af því að áður en þú varðst foreldri voru þeir merkingalausir!

Verkja takkana með kjafti og klóm

Þú ert stödd í lyftu með 3 ára barninu ykkar og einhver óþokki kemur inn og ýtir á takkan á undan barninu ykkar! Dagurinn er ónýtur! Þetta kostar auðvitað aðra lyftuferð niður þar sem þú þarft að verja takkana með kjafti og klóm fyrir óprúttnum aðilum svo að barnið geti stutt á blessaða hnappinn.

Þú ert að drífa þig á fund og ákveður að henda pulsu og svala í aftursætið þar sem krakkinn er ekki búinn að borða síðan Guð má vita hvenær. Þar sem þú ert að drífa þig geriru þau miklu mistök að stinga rörinu ofan í svalafernuna hjá barninu þínu …þarf ég að segja meira?

IKEA gerir barnafjölskyldum lífið leitt

Plast diskar og glös frá Ikea prýða eflaust mörg barna heimili enda afskaplega hentugt fyrir litla fólkið. En hvernig datt þeim í hug að hafa allt í sitt hvorum litinum í pakkanum!? Til þess að gera barnafljölskyldum lífið leitt! Þess vegna! Þar sem búa tvö eða fleiri börn myndast heimstyrjaldar ástand í hvert skipti sem lagt er á borð þar sem að sjáfsögðu vilja allir sama litinn!

Þá er það síðast en ekki síst, uppáhaldið mitt: Klukkan er að ganga ellefu. Þú ert loksins búin að koma öllum í rúmið og ert að mynda þig við að gera hið sama. Þá heyriru lítið trítl koma eftir ganginum og barnið þitt birtist í dyragættinni og segir „mamma, meðan ég man þá á ég að mæta með 50 muffinskökur í skólann í fyrramálið!“.

Þetta er auðvitað allt skrifað í góðlátlegu gríni en ég er nokkuð viss um að það eru nokkrir sem tengja!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Furðulegt og hættulegt háttalag ökumanns á Miklubraut

Myndband: Furðulegt og hættulegt háttalag ökumanns á Miklubraut
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Real Madrid á eftir leikmanni Bournemouth

Real Madrid á eftir leikmanni Bournemouth
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gylfi og Eiður ofarlega á eftirsóknarverðum lista – Haaland nálgast toppinn

Gylfi og Eiður ofarlega á eftirsóknarverðum lista – Haaland nálgast toppinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfir þúsund sparnaðartillögur komnar til Kristrúnar – „Það er ekki hægt skera endalaust niður og vona það besta“

Yfir þúsund sparnaðartillögur komnar til Kristrúnar – „Það er ekki hægt skera endalaust niður og vona það besta“