fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Matur

Helgarbaksturinn – Snickers súkkulaðibomba með jarðaberjamús og saltkaramellu

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 10. febrúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja uppáhalds kökutegundin mín eru svokallaðar drip kökur en þær eru ótrúlega fallegar og frekar einfalt að gera þær á marga vegu.

Ég átti afmæli um síðustu helgi og skellti í eina drip köku í tilefni þess. Kakan sem ég gerði var gerð úr 4 súkkulaðibotnum, súkkulaðimús, jarðaberjamús, snickersbitum, saltkaramellu og saltkaramellusmjörkremi og því nóg að gera og allskonar mismunandi brögð að koma saman.

Ég fékk allmargar fyrirspurnir um hana á snapchat (hronnbjarna) hjá mér og ákvað því að deila með ykkur uppskriftinni ef ykkur langar að prófa.

IMG_1153

Botnarnir

  • 1 pakki Betty Crocker súkkulaðikökumix
  • 0,5 dós 18% sýrður rjómi

Útbúið deigið eins og stendur á pakkanum og bætið útí blönduna sýrðum rjóma.

Bakið í 15cm formi, helminginn af deiginu í einu. Kakan er tilbúin þegar prjónn sem stungið er í kökuna kemur næstum því hreinn út. Kælið botnana og kljúfið hvorn botn í tvennt og búið þannig til 4 jafnstóra botna.

Screen Shot 2018-02-07 at 21.58.16

Súkkulaðimús

  • 120 ml heitt vatn
  • 30g kakóduft
  • 0,5 tsk instant kaffiduft
  • 260 g suðusúkkulaði
  • 480ml rjómi
  • 2 mtsk sykur
  • 1/3 bolli Nutella

Hitið vatnið og hrærið útí það kakódufti og kaffidufti þar til allt er vel blandað saman

Bræðið suðusúkkulaði og kælið örlítið

Þeytið rjóma og sykur saman þar til rjóminn er vel þeyttur

Blandið vel saman vatni með kakó og kaffi, bræddu súkkulaði og Nutella

Hrærið varlega súkkulaðiblönduna og þeytta rjómann saman þar til allt er samblandað

Kælið í ísskáp í smástund

Screen Shot 2018-02-07 at 21.57.57

Jarðaberjamús

  • 3 eggjahvítur
  • 1 bollis ykur
  • 1,5 bolli mjúkt smjör
  • 1 tsk vanilludropar
  • 6-8 mtsk jarðaberjamauk (uppskrift fyrir neðan)

Blandið saman eggjahvítum og sykri með gaffli í hitaþolinni skál og setjið yfir vatnsbað. Setjið hitamæli í blönduna og látið hitastigið ná uppí ca 75° hita. Takið þá skálina af hitanum og hellið innihaldinu í hrærivélaskál og hrærið á mesta hraða í 6-8 mínútur eða þar til blandan er orðin stífþeytt og glansandi.

Bætið útí blönduna mjúku smjöri og vanilludropum og blandið vel saman.

Bætið útí blönduna jarðaberjamauki, smá í einu og hrærið vel á milli

Jarðaberjamauk

  • 12 fersk jarðaber í bitum
  • 2 mtsk sykur
  • jarðaber og sykur maukað vel með töfrasprota

Screen Shot 2018-02-07 at 22.00.54

Saltkaramella

  • 50g sykur
  • 50g púðursykur
  • 50g sýróp
  • 75g smjör
  • 125ml rjómi

Bræðið saman í potti sykur, púðursykur, sýróp og smjör og látið blönduna sjóða í ca 3 mín og hrærið stöðugt í á meðan. Takið þá pottinn af hellunni og hellið rjómanum útí pottinn (ath blandan tvöfaldast við þetta í smástund svo potturinn má ekki vera of lítill). Hrærið blönduna vel saman saman og kælið í a.m.k. 45 mín eða þar til blandan þykknar vel.

 

Saltkaramellusmjörkrem

  • 500g mjúkt smjör
  • 450 flórsykur
  • 1mtsk sýróp
  • 1 eggjarauða
  • 1 tsk vanilludropar
  • helmingurinn af saltkaramellunni

Þeytið smjör í hrærivél í smátíma og bætið svo útí smjörið flórsykri hægt og rólega meðan hrærivélin er á lægsta styrk. Þegar allt er orðið samblandað þá er sýrópi, eggjarauðu og vanilludropum bætt útí. Loks er öll blandan þeytt á mesta styrk í a.m.k. 3 mínútur. Loks er helmingnum af saltkaramellunni blandað útí smjörkremið og öllu blandað vel saman.

Screen Shot 2018-02-07 at 21.58.52

Annað

  • 6 lítil Snickers stykki

Skerið 3 Snickersstykki í litla bita fyrir kökuna

Skerið 3 stykki í stærri bita fyrir skreytingu ofaná kökunni

 

Samsetningin

Leggið einn botn á kökudisk og setjið smá smjörkrem undir botninn svo kakan renni ekki til.

Setjið þykkt lag af súkkulaðimús yfir botninn og setjið næsta botn yfir.

Setjið þykkt lag af jarðaberjamús yfir botninn og setjið næsta botn yfir.

Setjið þunnt lag af súkkulaðimús yfir botninn og stráið svo vel af  Snickers í litlum bitum yfir (ca. 3 lítil stykki). Hellið yfir þetta  2/3  af saltkaramellunni sem er eftir og setjið næsta botn yfir.

Hyljið kökuna með saltkaramellusmjörkremi. Best að setja það í sprautupoka með flötum stút og sprauta þykku lagi af kremi allan hringinn á kökunni og vel uppá kantana og slétta svo úr því. Með þessu kemuru í veg fyrir að mylsna og önnur krem úr kökunni smitist í kremið.

 

Drip – súkkulaðibráð ofná kökuna

  • 60 g suðusúkkulaði í dropum
  • 1/4 bolli rjómi
  • 2 mtsk corn syrup (fæst t.d. í Hagkaup í Kringlunni)

Screen Shot 2018-02-07 at 21.57.41

Setjið suðusúkkulaðidropa í skál

Hitið rjóma og corn syrup í potti þar til það er alveg að fara að sjóða og hellið þá blöndunni yfir súkkulaðið og hrærið vel saman þar til allt er samblandað. Kælið í ísskáp þar til blandan er orðin nógu þykk til að sprauta henni á kökuna án þess að allt leki útum allt. Ég kældi í ca 45-60 mín.

Ég setti súkkulaðibráð í lítinn sprautubrúsa frá Wilton en svo er líka hægt að setja hana í sprautupoka með mjóum stút.

Screen Shot 2018-02-07 at 22.03.01

 

Ég byrjaði á því að gera hliðarnar með því að sprauta súkkulaðinu alveg efst á kökuna og láta súkkulaðið reglulega leki niður hliðarnar með því að sprauta auka súkkulaði þar og leyfa því að leka mismikið niður. Þegar ég var komin allan hringinn þá bætti ég súkkulaði ofaná kökuna og smurði varlega svo allur toppurinn á kökunni væri hulinn. Mikilvægt að passa að súkkulaðibráð sé orðin nógu þykk til að leka ekki öll útum allt. Mín súkkulaðibráð hefði mátt vera orðin aðeins þykkari en ég hafði því miður ekki tíma til að bíða lengur !

 

IMG_1158

Skreytingin

Auðvitað er algjörlega frjálst að skreyta kökuna að vild en ég ákvað að segja aðeins hvað ég gerði. Ég hafði að vísu alltof lítinn tíma og hefði verið til í mun meiri tíma til að nostra við kökuna.

Ég setti súkkulaðimús og karamellusmjörkrem í sitthvorn sprautupokann með sitthvorum sprautustútnum.

Ég skar 3 lítil Snickers í bita

Ég sprautaði svo úr sprautupokunum nokkrum “doppum” útum allt ofaná kökunni af bæði súkkulaðimús og karmamellusmjörkremi og stráði svo snickersbitum yfir það og drissaði að lokum restinni af saltkaramellusósunni yfir allt saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum