fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025

Var misnotuð gróflega oft af sama manninum: „ Eitt skipti vorum við að keyra, hann stoppaði og sagði mér að totta sig. Ég vildi það ekki en hann þvingaði mig þar til ég gerði það“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég vil segja ykkur sögu. Því miður er þessi saga dagsönn, þó ég vildi að svo væri ekki. Sagan hefst sumarið 2011, þegar ég var á mínu 21 ári, þó ég hafi enn verið tvítug þar sem afmæli mitt er seinni hluta árs. Ég hafði verið eitt ár í Háskóla Íslands í tungumálanámi með mjög góðum árangri og leit nokkuð björtum augum á framtíðina, þó ég hafi lengi þjást af þunglyndi og kvíða. Þunglyndið mitt og kvíðinn höfðu alltaf verið „viðráðanlegt“ upp að þessum tíma, sem sagt, það hafði ekki haft áhrif á náms-og starfsgetu mína að neinu marki.

Hóf nýtt starf og leið vel

Þetta sumar fékk ég ágætis vinnu á skrifstofu og hlakkaði til að byrja nýjan kafla í lífinu, þar sem ég taldi það ákveðið „skref upp“ að þurfa ekki lengur að vinna á veitingastað eins og ég hafði gert árin þar á undan. Fyrsta vinnudaginn fékk ég kynningu á skrifstofunni, mér var sýnt rýmið, útskýrt hvað ég ætti að gera og hverju ég væri ábyrg fyrir, auk þess sem ég var kynnt fyrir manninum sem myndi vinna með mér yfir sumar. Annar sumarstarfsmaður. Sá maður kom frá sama bæjarfélagi og ég, var einu árinu eldri svo ég kannaðist örlítið við hann. Það litla sem ég vissi var að nær öllum í mínum árgangi og fyrir ofan væri illa við hann. Þar sem ég er í eðli mínu einstaklingur sem telur að maður eigi ekki að dæma fólk út frá útliti og gróusögum, þá fannst mér að þessi maður ætti skilið annað tækifæri.

Fyrstu dagana hugsaði ég með mér að annað fólk hlyti að hafa rangt fyrir sér. Maðurinn hafði verið vinalegur við mig og ég hafði ekki séð neitt sem mér fannst útskýra hvers vegna fólki væri svona illa við hann. Kannski væri hann bara misskilinn. Í gegnum mitt eigið líf hef ég upplifað sjálf hvernig það er að vera misskilin, skilin eftir út undan og lögð í einelti, svo ég hef alltaf verið örlítið meyr þegar kemur að öðrum sem hafa slíkar reynslu, reyni að sýna þeim skilning og fyrst og fremst nýtt tækifæri.

Það að gefa honum þetta nýja tækifæri og hlusta ekki á hvað allir aðrir höfðu sagt reyndust vera ein af stærstu mistökum lífs míns.

Fyrstu merki afbrigðilegrar hegðunar

Þessi maður var líka í tungumálanámi við Háskólann og við náðum að „tengjast“ í gegnum það, sem mér fannst allt í lagi, enda er best að vera á vinnustað þar sem fólk þekkist og eru vinir.

Eftir um það bil viku vorum við tvö í fundarherbergi með yfirmanninum, hann var að útskýra fyrir okkur einhverja smámuni á borð við hvernig við gætum pantað hádegismat og annað slík, en ég vildi gera mitt besta í að virðast vera góður starfsmaður, fagleg í hegðum og útliti, og ætlaðist til þess sama af öðrum á staðnum.

Þennan fund sat maðurinn hliðin á mér og á einum tímapunkti tók ég eftir því að skyrta hans var búin að renna upp og maginn á honum (hann var í örlítilli yfirþyngd) sást. Ég ákvað að ég skyldi reyna að benda honum hljóðlega á þetta svo hann myndi nú ekki líta út eins og einhver sóði fyrir framan yfirmanninn, ég horfði á hann og benti með augunum niður á þar sem maginn hans hékk út og togaði í mína eigin skyrtu. Flestir hefðu tekið þessari vísbendingu og lagfært fatnaðinn, en ekki hann.

Hvað hann tók þessu sem veit ég ekki alveg hvað, en hann horfði á mig með gredduna í augunum, sleikti varirnar og lagði höndina sína á lærið sitt. Við þetta athæfi sneri ég mér strax við, rétti úr bakinu og einbeitti mér að yfirmanninum, eins og þetta hefði aldrei gerst.

Þegar ég lít aftur til þessa tíma þá var þetta án efa fyrsta merkið um að ekki væri allt með feldu hjá þessum manni, en eins og ég sagði, þá vil ég alltaf gefa fólki ný tækifæri til að sýna sitt innra góða eðli. Eftir þetta gerðist ekkert í nokkra daga, en við spjölluðum saman á vinnutíma um hluti eins og kvikmyndir, tölvuleiki og annað slíkt, eins og fólk gerir.

Bað hana ítrekað um að koma heim til sín

Svo kom að því að hann fór að spyrja mig eftir vinnu hvort ég vildi koma heim til hans að horfa á grínþætti eða spila tölvuleik, þar sem mig langaði það eiginlega ekki þá afsakaði ég mig með því að ég þyrfti að fara í bankann og afgreiða nokkur mál. Þetta hélt svona áfram eftir vinnu í um það bil 3 daga þar til ég var í raun búin að fara í bankann og hafði enga afsökun.

Auðvitað hefði ég bara getað sagt „nei takk, ég hef ekki áhuga“, en hafa þarf í huga að á þessum tíma var ég þunglynd, kvíðin, með mjög lítil sjálfstraust og alltaf með áhyggjur yfir því að gera annað fólk leitt. Ég vildi alls ekki vera vond við annað fólk og kveið við slíka tilhugsun.

Ég reyndi þó að koma mér út úr þessu, en þegar hann spurði „hvað ertu að fara að gera annað?“ þá hafði ég einfaldlega ekkert svar, svo ég hugsaði með mér að ég gæti svo sem komið í heimsókn, horft á nokkra þætti og farið svo heim.

Þegar heim til hans var komið virtist í fyrstu allt vera í lagi, við horfðum á nokkra þætti og það fór að líða að því að ég myndi fara heim. En svo, nánast upp úr þurru, lagðist hann á mig, fór að kyssa mig og strjúka snípinn. Ég vildi ekkert af því og fraus. Eftir smá stund náði ég svo að fá sjálfa mig til að komast í burtu, kvaddi hann þar sem hann stóð í dyragættinni í götóttum nærbuxum með standpínuna út í loftið og keyrði heim.  Ég grét alla leiðina heim.

„Ef þú ert ekki sammála mér þá ert þú vitlaus“

Uppúr þessu fór hann að verða ágengari í vinnunni. Hann reyndi sífellt að kyssa mig, og var lyftan sem maður tók til þess að komast í eldhúsið fyrir hádegismatinn kjörinn staður fyrir þetta. Ég ýtti honum hvað eftir annað frá mér og sagði nei en hann hélt bara áfram. Svo leið að því að aðrir voru farnir að taka eftir því hvað „við værum mikið saman“, þó það væri í raun bara hann sem hékk endalaust í kringum mig. Á endanum fór fólk að halda að við værum orðin par, þó ég hafi aldrei verið spurð að því og enginn á skrifstofunni hafi talað við mig um þetta.

Það liðu nokkrir dagar, mögulega ein vika og hálf vika þar til hann var aftur að biðja mig um að koma heim til sín. Enn og aftur átti ég mjög erfitt með að þora að segja að ég hefði ekki áhuga, og hugsaði með mér að það sem gerðist síðast myndi ekki gera aftur.

Hann talaði um að spila tölvuleik og við gerðum það, í þetta skipti gerðist ekkert sem hræddi mig og ég hugsaði með mér að þetta væri líklega allt í lagi, hann hefði kannski misskilið eitthvað og ég ekki verið of skýr. Í vinnunni spjölluðum við oft saman eins og fólk gerir og þá einna mest um líf okkar.

Ég sagði honum frá því að ég hafi átt erfiða æsku með einelti og fannst ég ekki eiga heima í minni eigin fjölskyldu. Hann lagði þetta greinilega á minnið og notaði það óspart til þess að minna mig á hversu ömurlegt allt væri hjá mér, hvað fjölskyldan mín væri ömurleg, þó það væri ekki raunin, ég var bara erfitt barn.

Upplifði sig sem slæma manneskju

Í vinnunni var hann mjög latur, vann sjaldan vinnuna sína og var yfirleitt bara að lesa á netinu. Það virkaði þannig að ef hann var ekki búin með sín verkefni, þá gat ég ekki haldið áfram með mín. Til að byrja með reyndi ég að vera hörð og segja honum að vinna, auk þess sem ég reyndi að segja honum að sitja betur í stólnum og ekki með fæturnar uppi á borði þar sem hann var í móttökunni, en í hvert sinn sem ég reyndi að „siða hann til“ eða gerði eitthvað sem sjálfsörugg manneskja myndi gera, þá fór hann að segja að nú væri ég að verða að slæmri manneskju, eins og móðir mín(að hans mati).

Að það að segja til og vera hörð væri eitthvað neikvætt sem ég ætti að forðast, annars væri ég ill manneskja. Hann hefur eflaust sagt þetta sérstaklega til þess að brjóta mig enn frekar niður svo hann gæti misnotað mig meira, en á þeim tímapunkti í lífinu fannst mér tilhugsunin um að vera álitin slæm manneskja hræðileg, svo ég reyndi eftir bestu getu að vera það sem aðrir myndu skilgreina sem góða.

Nokkru síðar var ég aftur komin heim til hans, eins og ég hef áður sagt þá fannst mér ég aldrei eiga val, svo það að segja „þú hefðir alltaf getað sagt nei, þú þurftir aldrei að fara heim til hans“ þýðir ekkert. Ég upplifði mig sem algjörlega hjálparlausa, og hefði ég sagt nei þá væri ég „slæm manneskja“ og „eins og móðir mín“.

Ég vil þó taka fram að ferlið sem fór í að gera mig svona undirlúta sér spannaði yfir nokkrar vikur, og ég vann á hverjum degi með honum þar sem við vorum ein í okkar deild, svo hann hafði haft nægan tíma til þess að brjóta mig niður í vinnunni. Auk þess vissi ég ekki að það væru til trúnaðarmenn á vinnustöðum og vildi ekki „búa til vesen“ með því að segja frá hvað væri í gangi.

„Hann nauðgaði mér í fyrsta skiptið“

 


Þetta skiptið vorum við ein heima hjá honum, en fyrra skiptið voru aðrir fjölskyldumeðlimir hans heima, sem hefur mögulega verið ástæðan fyrir að ekkert gerðist þá. Við vorum inni í stofunni að horfa á kvikmyndir. Eftir því sem leið á kvöldið tókst honum að komast að mér. Hann nauðgaði mér í fyrsta sinn. Ég sló ekki, ég æpti ekki nei eða ýtti honum frá, ég fraus og fannst mér ekki eiga val á að gera neitt annað, hann var búinn að rakka mig svo langt niður og talaði sífellt um hvað hann ætlaði að hjálpa mér.

Ég hafði tekið eftir því áður að hann taldi sig mikinn réttlætismann, hann talaði mikið um óréttlæti heimsins, kynþáttafordóma og kynjamisrétti sem honum þætti hræðilegir, og þá einna sérstaklega hvað hann hataði Ísrael og gyðinga fyrir það sem er í gangi í Gaza og Palestínu.

Ég leiddi þetta yfirleitt hjá mér, en stuttu eftir „kvikmyndakvöldið“  fór hann að tala sérstaklega mikið um það þegar stelpur ljúga um nauðganir og karlmenn eru „ranglega“ kærðir fyrir það. Þetta taldi hann vera eitt af mestu óréttlátu hlutunum og var honum greinilega mjög hjartfólgið. Hann spurði mig sérstaklega oft hver mín skoðun væri og passaði að ég myndi vera sammála honum, ef ég mótmælti á einhvern hátt hans skoðun þá fór hann enn og aftur að tala um að ég væri slæm manneskja og hafði ekki rétt fyrir mér. Þetta væru bara stelpur sem ljúga um nauðgun vegna þess að þær sjá eftir því að hafa stundað kynlíf.

Þetta sat mjög fast í mér og ég var farin að trúa því. Innst inni í mér var ég farin að trúa því að hann hafði ekki nauðgað mér, ég hafði bara séð eftir því. Ég ræddi þetta aldrei við hann, enda myndi hann ásaka mig fyrir að vera vond og óréttlát.

Í kringum þetta leitið fór hann að káfa á mér oft þegar fólk sá ekki til, þó ég sagði hart nei í hvert sinn og ýtti honum í burtu. Eitt sinn þegar ég sagði honum að hætta þá sagði hann einfaldlega „en þú ert í svo sexý blússu, ég get bara ekki hamið mig“. Þennan dag var ég í mjög siðsamlegri blússu og pilsi sem hentaði vel fyrir skrifstofu, en það var greinilega of sexý til þess að hann gæti stoppað sig.

Reyndi að koma afbrigðilegri hegðun yfir á hana

Nokkrum dögum síðar fór hann að deila því með mér hvað hann væri alltaf að lesa í vinnunni. Þetta voru allt kynlífssögur, og ekki þessar týpísku „rauða bókin“ með Fabio á fögrum hesti sem heillar mjaltakonuna.

Eitt dæmi um sögur sem hann las oft var um stelpur sem væru geymdar í Pókemon kúlum og þyrfti að nauðga til þess að halda á lífi, eða „hlaða“ þær, eins og batterí. Hann sá eitthvað kynferðislegt úr öllu.

Eitt sinn spurði hann mig hvort ég horfði á teiknimyndir, ég jánkaði því og horfði til dæmis mikið á Tom & Jerry sem barn, og komst hann út frá því að þeirri niðurstöðu að ég hlýti að vera svokallaður „Furry“ sem vilji ríða dýrum með mannleg útlit, sem ég hef í seinni tíð heyrt að sé í raun ekki rétta skilgreiningin á furry, en það skiptir ekki máli hér.

Auk þess komst hann að því að ég prumpi oft þegar ég er á túr (hafði nokkrum sinnum óvart hleypti gasi nálægt honum og viðurkenndi að ég þurfi oft að hleypa gasi út á þeim tíma mánaðar) og þá komst hann að þeirri niðurstöðu að ég hljóti að vera með prump-fetish. Þetta væri fyndið ef það væri ekki fyrir hversu alvarlegur hann var með þetta. Allt var einhverskonar fetish fyrir hann.

Móðir hans kenndi honum að taka ekki nei fyrir svar

Atburðirnir sem fylgdu „kvikmyndakvöldinu“ eru mjög óljósir í minningunni, og hef ég í raun bara minningu um nokkra hluti sem sitja sérstaklega fast í mér, en þegar ég reyni að hugsa um tímann á milli þeirra atburða þá sé ég bara svart, sem lýsir vel mínu tilfinningalegu ástandi á þeim tíma. Ég man ekki vel í hvaða röð hlutir gerast, af hverju ég var komin heim til hans aftur, hvað gerðist dagana í kring, en ég man hvað gerðist heima hjá honum, allt annað er svart.

Taka þarf auk þess fram að ég hafði á þessum tímapunkti hitt móður hans líka, en hún dásamaði son sinn í hvívetna. Hann hafði sagt henni allt um mig (án leyfis) og var hún alveg á því að hann væri riddari á hvítum hesti kominn að bjarga mér. Að hann væri engill sendur af himnum ofan mér til bjargar og að ég ætti að vera gífurlega þakklát fyrir að þekkja hann.

Eitt sem hún gerði líka var að taka aldrei nei sem svar, ég tók eftir því mjög snemma. Hún hafði greinilega kennt syni sínum líka að nei ætti maður ekki að taka sem svar, enda væri það fólk sem segir nei bara að neita sér þá gleði og ánægju sem fylgir að segja já.

Laug til um veikindi til þess að losna úr aðstæðum

Þau drógu mig einu sinni með sér í bústaðarferð, fjölskyldan, þrátt fyrir að ég sagði hart nei margoft og hafði gjörsamlega engan áhuga, en ég var jú að neita mér þessa gleði og hamingju sem fylgir því að segja já, svo ég bara varð að koma með. Planið hjá þeim var að ég ætti að gista og það hafði ég gjörsamlega engan áhuga á, enda vissi ég að mér yrði misnotað af manninum, svo ég fór að þykjast vera fárveik til þess að geta komist heim, vegna þess að þau tóku ekki nei sem svari.

Svipað atvik gerðist líka einu sinni þegar hann vildi að ég myndi gista hjá honum en ég neitaði. Nei er ekki rétt svar svo hann hélt mér heima hjá sér. Eina ástæðan fyrir að ég komst heim var sú að ég fór að nudda maskarann inn í augun þegar hann sá ekki til og sagðist vera með útbrot frá kattaofnæmi.

Atburðir sem greint verður frá hér eftir eru ekki í tímaröð né fylgja sérstökum söguþræði þar sem þolandi man ekki nægilega vel hvað gerðist í kringum um þá né aðdraganda þeirra.

Ég var heima hjá honum, við vorum tvö ein heima og áttum mögulega að fara að horfa á kvikmynd, en ég er ekki viss. Hann hafði verið nýbúinn að tala mjög mikið um það hvað hann væri mikill réttlætismaður og berjist gegn kynjamisrétti, og þá einna helst gegn hinu alræmda föðurveldi. Hann hélt svo glasi með áfengi upp að mér og neyddi mig til þess að drekka það. Auk þess lét hann mig borða einhverskonar gelatín með vodka í, en hann tróð því í mig á þann hátt að ég var við það að kafna. Svo nauðgaði hann mér.


Eitt skiptið var ég líka hjá honum í matarpásunni í vinnunni til þess að spara pening, borða núðlusúpu eða eitthvað svoleiðis. Við fórum svo örstutt inn í herbergið hans þar sem hann vildi sýna mér nýja bolinn sinn, sem hann gerði, lagðist svo á mig, dry-humpaði og sagði „nauðg nauðg“.
Mér fannst þetta gífurlega óþægilegt og vildi koma mér til baka í vinnuna eins fljótt og hægt var.

Að flýja var of mikil áhætta

Það var seint að kvöldi og ég hágrét heima hjá honum. Held ég hafi sjaldan grátið jafn mikið og það kvöld, augun voru þrútin og ég var komin með hausverk og ógleði eftir allan grátinn. Hann gekk fram og til baka um húsið mjög reiður, ég man ekki hvers vegna, en svo reiður að ég var hrædd um að hann myndi lemja mig.

Ég vildi ekkert heitara en að fara heim en hann harðbannaði mér og stóð fyrir í dyragættinni ef ég reyndi að fara, tók af mér skóna og gerði allt í sínu valdi til að halda mér þarna. Svo kom stund þar sem hann fór á klósettið. Ég hugsaði með mér að þarna hefði ég kannski tíma til þess að fara heim, en ég myndi þurfa a reima á mér skóna og það tekur tíma. Hvað ef ég væri enn að reima skóna þegar hann kæmi út úr klósettinu?

Hann hleypur hraðar en ég og myndi örugglega fara að lemja mig miðað við skapið hans á þeim tíma.  Að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að það að flýja væri of mikil áhætta, ég myndi ekki ná að reima skóna og hann myndi ná mér áður en ég kæmist burt, svo ég grét enn meira.

Fleiri atvik sem gerðust í kjölfarið

Ég var í bíl hjá honum og hann var að keyra, hvert og hvers vegna man ég ekki. En hann stoppaði á einum stað og sagði mér að totta sér. Ég vildi það ekki en hann þvingaði mig þar til ég gerði það. Ég hef ekki getað keyrt fram hjá þeim stað þar sem þetta gerðist síðan þá.

Það var farið að draga nær haustsins og stundatöflurnar hjá Háskólanum voru komnar á netið, ég spurði hvort ég mætti nota tölvuna hans til þess að sjá stundatöfluna mína og hann sagi ekkert mál. Þegar ég klikkaði á stundatöfluna þá fór hún í downloads í staðinn fyrir að opnast í nýjum flipa eins og venjulega. Þegar ég sá hvað var í downloads fékk ég svo mikið sjokk að ég gat ekki borðað í 2-3 daga eftir á.

Sumarvinnan var búin og skólinn bráðum að byrja. Það að þurfa ekki að vera í kringum hann daglega hafði haft nógu góð áhrif á mig til þess að mér var farin að vaxa fiskur um hrygg. Hann var heima hjá mér og vildi kúra. Svo vildi hann fara lengra en ég sagði nei. Hann reyndi að þvinga mig eins og vanalega en ég var farin að geta staðið á mínu og sagði aftur skýrt nei og ýtti honum frá.

Þá stóð hann upp, sótti peningaveskið sitt, sótti 500 krónu seðil og kastaði honum í mig. Svo spurði hann „hvað með núna, helvítis gyðingur“. Við þetta tókst mér að finna hugrekkið í að henda honum út, og var það síðasta skiptið sem ég sá hann heima hjá mér eða honum, ég var orðin nógu sterk til að ýta honum í burtu.

Þreif sig svo harkalega í klofinu að hún fékk sár

Því miður endar sagan ekki þarna. Þegar skólinn byrjaði þá uppgötvaði ég mér til mikils hryllings að hann hafði skráð sig í þá tíma sem hann gat innan minnar deildar. Ég var í tungumálanámi og var hann skráður í alla áfangana fyrir annað árið fyrir utan tungumálaáfangana sjálfa. Þetta leiddi til þess að ég þorði ekki lengur að mæta í skólann og flosnaði upp úr námi, tók ekki einu sinni jólaprófin.

Þann vetur lá ég upp í rúmi og veslaðist upp alla daga og nætur. Mig klæjaði sífellt í klofinu og var sannfærð um að hann væri búinn að smita mig af einhverju.

Þegar ég loksins fékk hugrekkið til þess að láta athuga það, þá kom í ljós að ég hafði hreinlega þrifið mig svo harkalega þar niðri undanfarið að ég var komin með sár. En í hvert sinn sem ég fór í sturtu fannst mér ég þurfa að þvo mér extra vel, enda væri ég skítug. Það þurfti líka að þvo vel þar niðri með klósettpappir til þess að þurrka allt í burtu, enda væri ég jú svo skítug. Kláðinn stafaði sem sagt af þeim sárum sem höfðu myndast á mér eftir þennan „þrifnað minn“.

Gerandinn er opinber femínisti sem berst gegn kynjamismunun á opinberum vettvangi

Það tók mig 2 ár að hætta að vera hrædd við karlmenn, en ég þorði ekki að vera nálægt karlmönnum af ótta við að þeir myndu misnota mig. Ég er enn hjá sálfræðingi og geðlækni, er greind með klínískt þunglyndi, kvíðaröskun og áfallastreituröskun, þetta er eitthvað sem mun fylgja mér það sem eftir er ævina. 5 árum síðar fæ ég enn martraðir um hann og ef ég sé menn með svipaða andlitsdrætti og hann þá rennur mér kalt vatn milli skins og hörunds. Auk þess get ég ekki verið í kringum neitt sem lyktar af sveppum, en sveppafýlan af afbrotamanni mínu var gífurleg.

Hann nauðgaði mér oftar en þau tilvik sem eru nefnd hér og hann misnotaði mig líka töluvert oftar, en sem betur fer hefur heilinn minn ákveðið að blokka meirihluta sumarsins 2011. Ég veit ekki hvort ég vilji vita hvað leynist í myrkrinu sem ég sé þegar ég hugsa aftur til þessa tíma.

Þessi maður er í dag opinber femínisti sem berst hart gegn kynjamismunun á opinberum vettvangi. Hann er meðlimur í feministasamtökum, skrifar greinar um kynofbeldi, óréttlæti gegn kvenmönnum og almennt séð lætur sjálfan sig líta út eins og hinn mesta og besta karlkyns femínista Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Tekur athyglisvert skref eftir erfiða mánuði

Tekur athyglisvert skref eftir erfiða mánuði
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Tengdadóttir Trump lofsamar viðhorf hans til kvenna – „Hann berst stöðugt“

Tengdadóttir Trump lofsamar viðhorf hans til kvenna – „Hann berst stöðugt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Arsenal vann grannaslaginn – Isak með tvennu

England: Arsenal vann grannaslaginn – Isak með tvennu
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.