fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025

Ellen Pompeo fékk alltaf minna borgað en Patrick Dempsey í Grey‘s Anatomy

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 20. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrick Dempsey og Ellen Pompeo í hlutverkum sínum í Grey‘s Anatomy.

Það er ástæða af hverju Grey‘s Anatomy er einn vinsælasti þáttur sem sýndur hefur verið í sjónvarpi og stendur ennþá sterkur eftir 13 ár á skjánum. Fyrir þá sem ekki þekkja fjalla þeir um líf og störf lækna og læknanema á sjúkrahúsi í Seattle, Ellen Pompeo fer með aðalhlutverkið, Dr. Meredith Grey í þáttunum.

Í viðtali við Hollywood Reporter ræddi Pompeo um erfiðleikana bak við myndavélina, þá helst baráttuna fyrir því fá jafn mikið borgað og karlkyns aðalleikarar, þá sérstaklega Patrick Dempsey sem lék McDreamy.

„Þegar Patrick yfirgaf þættina árið 2015 þá opnaðist allt í samningaviðræðunum,“

segir Pompeo. Hún segir að framleiðendur þáttanna hafi alltaf notað Dempsey í samningaviðræðum við hana og sagt ítrekað að þeir þyrftu ekki hana því þeir höfðu hann:

„Ég veit ekki hvort þeir notuðu þetta á hann líka því við ræddum aldrei um samningana okkar. Ég reyndi oft að fá hann til að semja með mér en hann hafði aldrei áhuga. Einu sinni bað ég um að fá borgað 5 þúsund dollurum meira en hann því að ég leik Meredith Grey og þættirnir heita Grey‘s Anatomy. Þeir höfðu engan áhuga á því.“

Þegar Dempsey fór tókst Pompeo loks að fá samning sem hún gat verið ánægð með, í dag er hún með 575 þúsund dollara á þátt og er hæst launaða leikkona í sjónvarpi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Reyndi að múta lögreglunni eftir kynlíf á almannafæri

Reyndi að múta lögreglunni eftir kynlíf á almannafæri
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.