fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024

Barnsfaðir og unnusti Mörtu situr í fangelsi: „Það er mikil bið í afplánun og ég skil ekki afhverju það er verið að halda honum lengur inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 19. janúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Þórudóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 28. nóvember á síðasta ári sem kom í heimin með bráðakeisara eftir langt gangsetningarferli. Sonur Mörtu var skírður Stefán Þór og hefur Marta verið í sambúð með föður hans síðan árið 2014.

Barnsfaðir hennar, Örn Stefánsson hefur þó einungis hitt son sinn fjórum sinnum síðan hann fæddist þar sem hann situr í fangelsi að afplána dóma sem hann hefur fengið.

Við kynntumst í byrjun ágúst 2014 og höfum eiginlega verið saman síðan þá, en þá vorum við bæði í neyslu og límdumst við hvort annað. Við vorum bæði í harðri neyslu fyrsta árið okkar saman og gerðum allskyns vitleysu eins og að keyra undir áhrifum. Ég var einu sinni tekin og missti bílprófið í eitt og hálft ár en þegar hann var tekinn fékk hann átta mánaða dóm þar sem hann hafði þegar fengið ævilangt ökubann.

segir Marta í viðtali við Bleikt.is

Marta og Örn tóku ákvörðun í september árið 2015 að verða edrú saman og fékk Marta góða vinnu og tókst henni að vinna sig upp í lífinu.

Því miður gekk ekki eins vel hjá manninum mínum en hann datt nokkrum sinnum illa í það. En við erum sterkara par fyrir vikið og við jöfnum hvort annað út.

Árið 2016 var Örn aftur tekin fyrir að keyra bifreið en þó allsgáður en þar sem hann hefur ekki leyfi til þess að keyra fékk hann annan átta mánaða dóm ofan á þann fyrri.

Í febrúar árið 2017 verð ég svo ófrísk af mínu fyrsta barni en fyrir á Örn tvö börn. Þegar ég verð ófrísk vildi ég að hann færi að klári afplánunina sem fyrst og við höfum samband við Fangelsismálastofnun sem segir að þar sem það sé svo langt síðan að Örn sat síðast inni og vegna þess að hann er ekki síafbrotmaður að þá fái hann mjög líklega að sitja helminginn af þessum 16 mánaða dóm sem hvíldi á honum.

Örn fær að fara inn á fangelsið á Akureyri þann 8. júní 2017 og við tóku erfiðir mánuðir hjá Mörtu þar sem meðganga hennar gekk illa.

Um leið og Örn fer inn sækir hann um helmingsafplánun og fer að vinna í því að fá að vera viðstaddur fæðingu barnsins sem átti að koma í heiminn 26. nóvember. Ég fór í gangsetningu þann 19. nóvember en þrátt fyrir það kemur drengurinn ekki í heiminn fyrr en 28. nóvember með bráðakeisara og fékk Örn að vera viðstaddur.

Marta og Örn sóttu um að fá hlé á afplánun Arnar í eina til tvær vikur svo hann gæti aðstoðað hana eftir fæðinguna en var því neitað.

„Bugaðist gagnvart fíkninni og var gómaður með vímuefni“

 

Þarna var Örn búinn að fá að hitta son sinn tvisvar sinnum, einu sinni í fæðingunni sjálfri og einu sinni daginn eftir það. Þegar Stefán var svo þriggja vikna gamall fórum við í heimsókn upp í fangelsi en eftir það átti Örn mjög erfitt og bugaðist gagnvart fíkninni. Hann var þá gómaður við að nota vímuefni og var settur í heimsóknarbann.

Örn vinnur nú hörðum höndum að því að vera edrú en Mörtu hefur gengið vel í sinni edrú mennsku allan þann tíma síðan þau ákváðu að hætta.

Mig langaði svo heitt í betra líf og það hefur haldið mér gangandi.

Þann 1. janúar síðastliðinn komst Marta svo að því að Fangelsismálastofnun hafi sett nýjar reglur sem gera það að verkum að ef fangi brýtur af sér og fer í agabrot þá fær hann ekki að hitta börnin sín í tvo mánuði eftir að heimsóknarbanni lýkur.

Þann 7. janúar er Stefán Þór svo skírður og fékk Örn þá skammtímaleyfi, svo sjö vikna gamalt barn okkar hefur aðeins hitt föður sinn fjórum sinnum. Örn fékk svo neitun á helmingsafplánun með þeim útskýringum að það séu engar sérstakar ástæður fyrir því að hann ætti að fá það. Það kom okkur heldur betur á óvart þar sem tvær manneskjur frá Fangelsismálastofnun höfðu sagt okkur að það væru allar líkur á því að hann fengi þetta í gegn.

Marta og Örn eru þó enn að vinna í því að fá afplánuninni breytt og vonast þau til að hann losni í byrjun febrúar en ekki í lok apríl.

„Skil ekki afhverju það er verið að halda honum inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir“

 

Það er mikil bið í afplánun og ég skil ekki af hverju það er verið að halda honum lengur inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir.

Marta segir að það sé mikið feimnismál að ræða það að maki hennar sé í fangelsi og ákvað hún því að tala um það opinberlega í þeirri von um að umræðan verði ekki eitthvað sem fólk þarf að skammast sín fyrir.

Það er yndislegt að fá að vera mamma og elska svona ofboðslega heitt en mikið sem það er erfitt að geta ekki notið þessara stunda með mínum heittelskaða og þurfa að standa í svona hálfgerðu stríði. Við erum ótrúlega heppin með Stefán en hann er rosalega vær og sefur vel og það auðveldar sem betur fer stöðuna sem ég er í.

Hægt er að fygjast með Mörtu á snapchat undir notandanöfnunum: Madres101 og martathoru

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

„Ég mun hins vegar alltaf verja Greenwood út á við eins og son minn“

„Ég mun hins vegar alltaf verja Greenwood út á við eins og son minn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Laus af gjörgæslu eftir hnífstungu í gær – Búið að handtaka þrjá og leitað að þeim fjórða

Laus af gjörgæslu eftir hnífstungu í gær – Búið að handtaka þrjá og leitað að þeim fjórða
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Að þessu sinni tókst JD Vance að móðga konur sem eru búnar með tíðarhvörf og ömmur

Að þessu sinni tókst JD Vance að móðga konur sem eru búnar með tíðarhvörf og ömmur