fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Vog

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011.

Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin.

Hér er áramótaspáin fyrir Vogina 23. september – 22. október.

Vog
Kæra vog, byrja á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Ok vá, mikið búið að vera í gangi sýnist mér. Fyrri reynsla hefur undirbúð þig undir þessar aðstæður og það ásamt skynsemi og húmor hafa hjálpa þér í gegnum þetta tímabil. Gefðu öðrum kredit fyrir að reyna sitt besta þrátt fyrir að takast ekki að gera hlutina á fullkominn hátt. Þú hefur verið að vinna mikið en hefur upplifað að þú ert svolítið tætt enda út um allt. Þetta er tíminn til að hugsa um að bæta starfsferilinn og koma hlutunum í verk í stað þess að koma sér í rómantískt samband – það kemur síðar. Ef þú ert í sambandi þá skaltu að sjálfsögðu hlúa að því en þú getur ekki verið að gera þetta allt mín kæra og ekki ferðu að fórna sambandinu fyrir fleiri verkefni.

En kæra vog, þú ert svo frábær og býrð bæði yfir skynsemi og húmor. Horfðu til baka og sjáðu það sem þú ert búin að afreka. Þú ert reynslumikil manneskja sem hefur tekist á við fjölbreytt verkefni. Þú ert bæði greinandi og athugul með mikin kjark. En þú ert búin að hugsa mikið um stöðu þína á árinu og hefur mikið verið að spá í framhaldinu. Hér er þér ráðlagt að velja þitt líf fyrir þig út frá vel íhuguðum pælingum varðandi hvað sé best í stöðunni þegar á heildina er litið. Talaðu við vini eða ráðgjafa á þessu tímabili lífs þíns og leggðu áherslu á jafnvægi í lífi þínu. Feng shui er kannski bara málið.

En varðandi það sem er í gangi í lífi þínu núna. Þú ert búin að sá í jarðveginn og þarft nú að bíða þolinmóð eftir uppskerunni. Sumar „plöntur“ eru lengur að vaxa en aðrar. Þú mátt ekki hætta núna því árangur er mjög líklegur. Þú sérð það kannski ekki sjálf á þessum tímapunkti en þú ert að fara hægt en örugglega áfram. Þú verður að vera þolinmóð – tíminn er rétt handan við hornið. Farðu vel yfir stöðuna þína, sjáðu hvað þú ert komin langt, hverju þú hefur áorkað á sama tíma og þú skalt spyrja þig „eru hlutirnir að þróast eins og ég gerði ráð fyrir“? Ef ekki, hvaða breytingar viltu gera? Ekki fresta hlutum of lengi og ef þú ert að takast á við eitthvað verkefni þá skaltu klára það því næsta verkefni þarfnast athygli þinnar. Það getur verið að þú sért að upplifa ákveðna kyrrstöðu en í þínum höndum að koma hlutunum af stað aftur. Notaðu tímann til að velta fyrir þér framtíðinni og haltu áfram svo ákveðin og örugg í fasi.

Árið framundan ert fullt af spennandi verkefnum. Mundu að þegar þú gefur af þér ertu líka að fá til baka. Þú ert hvött til að deila með öðrum – hvort sem það er andlega eða veraldlega. Það sem einkennir þá sem eru vel nærðir er að þeir elska að deila með öðrum. Ef þú heldur of fast í þitt þá munt þú öðlast minni gnægð þegar fram líða stundir. Deildu með öðrum og án skilyrða. Þú þarft að ákveða hvaða þýðingu peningar hafa fyrir þig og passa þig líka að vera ekki of kærulaus þegar þeir eru annars vegar.

En þetta snýst ekki bara um að eyða peningum – þetta snýst líka um hvernig þú ferð með orkuna þína. Ertu að eyða of mikilli orku og tilfinningum í einhverja hluti? Ekki láta óttablandnar hugsanir hafa of mikil áhrif á þig og stoppa vegferð þína. Ekki ofhugsa – deildu þér með öðrum og leyfðu þér að njóta. Þegar þetta spil kemur upp tengist það oft stjórnunaráráttu – þú vilt hafa hlutina á ákveðinn hátt. Tengist líka hræðslu við breytingar og ótta við að mistakast!

Kæra vog – sjáðu fyrir þér að þú standir á vogarskálum þar sem þú ert að leita eftir jafnvægi. Hvar er ójafnvægið – hverju þarftu að breyta? Þú ert að fara svo hratt áfram veginn en hvað viltu sjálf – þarftu að taka einhverjar beygjur eða ertu á réttri leið? Þú finnur svörin innra með þér og með því að spegla þig í fólki sem hefur burði til að spegla þig.

Kærleikskveðja frá mér kæra vog!
Anna Lóa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.