fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Ljón

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011.

Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin.

Hér er áramótaspáin fyrir Ljónið 23. júlí – 22. ágúst.

Ljón
Byrja á því að skoða liðið ár. Þú hefur verið að standa þig svo vel! Þú ert stolt af því sem þú ert að gera kæra ljón og mátt vera það. Orkan og vinnan sem þú hefur lagt í verkefnin þín hafa skilað sér til þín fjárhagslega og andlega. Ef þú hefur eitthvað verið að breyta til í vinnu eða lífinu, þá mun það ganga vel þó þú sjáir það ekki alveg núna. Það lítur út fyrir að þú hafir verið að ná góðum árangri í því sem þú hefur tekið þér fyrir hendur. Á árinu hefur þú verið að uppskera dugnað þinn og sjá markmiðin verða að veruleika.

En þú átt enn eftir að læra margt. Þegar þetta spil kemur upp þýðir það oft námskeið, ráðstefna eða annað þar sem þú eykur við þekkingu þína. Ef þú stendur frammi fyrir ákvörðun þá skaltu skoða hlutina aðeins betur. Mundu – æfingin skapar meistarann og þú ert í æfingarferli núna.

Ef við skoðum stöðuna núna þá ertu að fara í gegnum aðstæður sem munu þroska þig! Þegar þú hefur farið í gegnum mikla áskorun þarftu líka að gefa þér tíma til að jafna þig – tíma fyrir heilun. En maður þarf ekki að fara í gegnum þetta einn. Þú getur beðið um hjálp, og nú er líklega ekkert mikilvægara en góðir vinir þar sem maður getur deilt með þeim því sem er að íþyngja manni án þess að þeir taki endilega afstöðu. Ok kannski hefur þú tekið ákvarðanir sem þú sérð eftir, en hver hefur ekki gert það. Þú þarft að fyrirgefa öllum (þar á meðal þér) fyrir ákvarðanir eða athafnir sem þú sérð núna að voru kannski ekki þær bestu í stöðunni.
Kannski þarftu að skoða hlutina út frá öðru sjónarhorni og mundu að þú átt eftir að koma út sem sterkari manneskja eftir þetta tímabil. Hugaðu vel að þér, heilsunni og öllu sem þér er kært. Verður að læra að sleppa því sem á ekki lengur við og koma á jafnvægi í lífi þínu.

En engar áhyggjur – þegar við skoðum árið framundan þá eru breytingar í vændum. Hlutirnir gerast mjög hratt núna. Ef þú hefur verið að bíða eftir einhverju þá mun allt gerast eins og hendi sé veifað og öllum hindrunum er ýtt úr veginum. Þegar þetta gerist þá finnst þér þetta kannski aðeins of mikið af því góða á sama tíma og þú fyllist gleði yfir að sjá drauma þína og markmið verða að veruleika. Þér gæti fundist eins og það sé allt of mikið að gerast í einu svo þú þarft öðru hvoru að draga þig til hlés til að finna jarðtengingu. Þú þarft líklega að ákveða hvernig þú vilt hafa hlutina því annars gæti þetta endað í einum hrærigraut.

Þú færð fljótlega einhverjar nýjar upplýsingar eða skilaboð. Þú þarft að vera ófeimin við að „markaðssetja“ þig, hvort sem það tengist vinnu eða þér persónulega. Tjáning er mjög mikilvæg á þessum tíma – milli allra sem tengjast þessum breytingum í lífi þínu. Þetta er ekki tíminn til að draga sig inn í skel – mikið frekar ættir þú að taka þér meira pláss og leyfa þér að takast á við nýja spennandi tíma með öryggi og ákefð.

Kæra ljón, þú ferð í gegnum æfingarferli áður en stærri verkefni koma til þín. Notaðu tímann vel og vertu tilbúin. Það er allt að fara að gerast!

Kærleikskveðja frá mér!
Anna Lóa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bætti met Haaland í gær

Bætti met Haaland í gær
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.