fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Tvíburar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011.

Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin.

Hér er áramótaspáin fyrir Tvíburann 21. maí – 20. júní.

Tvíburi
Byrja á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Þú hefur verið að takast á við stór verkefni og þurftir að taka til hendinni og koma mörgu í verk. Hefur líklega aldrei þurft eins mikið á skipulagi að halda og vera með aðferðafræðina á hreinu. Hægt en örugglega mun þér takast ætlunarverk þitt en þú ert mikið að hugsa og hér ertu hvattur til að hugsa stórt!

Það er einhver manneskja sem mun reynast þér mjög vel í þessu ferli. Góðhjörtuð manneskja og skilningsrík. Einhver sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi og vill þér aðeins það besta. Heil og traust manneskja, já líka fyndinn, skapandi og líklega umhverfisvæn. Það er eins og þetta verkefni tengist einhverju sem þú varst byrjaður á en settir svo til hliðar. Ef þetta er viðskiptatengt þá eru allar líkur á því að þessi fjárfesting sé skynsamleg. Ef þetta snýst um þig persónulega – þá er sú fjárfesting líka skynsamleg!!

Það sem er í gangi núna tengist því að þú færð einhverja frábæra nýja hugmynd. Eitthvað sem þú ert búinn að vera að velta mikið fyrir þér, jafnvel verið með ákveðnar efasemdir, mun leysast á góðan hátt og vandinn þar af leiðandi minnka eða verður alveg úr sögunni fljótlega. Nú liggur leiðin bara fram á við og þú munt fara áfram á fullri ferð. En þú hefur tækifæri til að gera hlutina á alveg nýjan hátt. Ekki gleyma að skoða smáatriðin á sama tíma og þú ert meðvitaður um stóru myndina. Það getur verið að vegurinn sé aðeins holóttur í byrjun en ekki láta það stoppa þig. Þú átt að halda áfram og hafa trú á því að þú sért á réttri leið.

Ef þú átt í einhverjum samskiptaerfiðleikum við einhverja sem skipta þig máli – lagaðu það þá, punktur! Ekki láta einhvern misskilning þróast út í einhverja vitleysu – þú skalt komast að sannleikanum og leysa málið. Vertu heiðarlegur við sjálfan þig – sjáðu það jákvæða í stöðunni og EKKI gefast upp!

Árið framundan einkennist af því að þú þarft að treysta því að það sem tilheyrir þér muni koma til þín. Það er ástæða fyrir öllu sem gerist. Það hafa kannski ekki allir hlutir farið á þann veg sem þú varst að vonast eftir en þú ert beðinn um að treysta alheiminum því þín bíður eitthvað mjög gott. Eftirsjá hjálpar þér ekkert á þessari stundu. Fagnaðu breytingum þar sem verið er að leiða þig í nýja átt þar sem þín bíður mikil hamingja. Það er allt í lagi að leita meira til fólksins þíns – ef þú þarft á aðstoð að halda leitaðu þá til þeirra sem elska þig. Þú þarft að skoða hvert allur fókusinn þinn fer, ertu að setja öll eggin í sömu körfuna. Þú mátt upplifa hamingju á fleiri en einu sviði en þarft að hafa fyrir því og beina huga þínum inn á nýjar brautir. Það er svo margt jákvætt við þessa stöðu en þú ert ekki alveg að koma auga á það kæri tvíburi. Sýndu öðrum meiri auðmýkt og þú munt uppskera betri samskipti í kjölfarið.

Kæri tvíburi, það er gott að fá sér smá mýkingarefni á árinu – virkja aðeins mjúku hliðarnar þínar. Verkefnin þín ganga vel en þau mega ekki yfirtaka allt annað. Ekki flýja í verkefnin og loka á tilfinningar þegar þú upplifir áskoranir annars staðar í lífi þínu. Þetta verður allt að kallast á – jafnvægi manstu. Koma svo – þú getur þetta eins og allt annað sem þú ætlar þér!

Kærleikskveðja frá mér!
Anna Lóa

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bætti met Haaland í gær

Bætti met Haaland í gær
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.