fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

„Jákvæðni dregur að sér meiri jákvæðni“ – Fríða setur af stað jákvæðnibylgju

Fríða B. Sandholt
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fríða Björk Sandholt er þriggja barna móðir og eiginkona og starfar sem sjúkraliði á Landspítalanum.
Hún er nýr penni á Bleikt og í sínum fyrsta pistli fjallar hún jákvæðnina og jákvæðanjanuar2018.

Ég hef undanfarna daga verið að vafra á netinu og á Snapchat, sem er reyndar engin undantekning frá öðrum dögum. En ég hef aftur á móti tekið eftir því, meira en vanalega að mér finnst svo mikil neikvæðni oft á þessum samfélagsmiðlum, bæði bara svona almennt og eins í kommentum á ttil dæmis Facebook og svo eins og flestir hafa tekið eftir á kommentakerfum hjá fjölmiðlum.

Ég fór því að hugsa.

Hversvegna er svona mikil neikvæðni í gangi á netinu? Er það vegna þess að fólki finnst það eitthvað auðveldara að koma með neikvæðar athugasemdir þar, heldur en þegar það á bein samskipti við fólk? Og hvað græðum við á því að vera með neikvæðni?

Mín skoðun er sú að neikvæðni dregur að sér meiri neikvæðni.
Og eins er ég viss um að jákvæðni dregur að sér meiri jákvæðni.

Ef ég er jákvæð og til dæmis hrósa einhverjum, aðstoða einhvern eða jafnvel bara lauma til einhvers brosi, þá skilar það sér áfram. Eruð þið ekki sammála?

Það kostar mig ekkert að brosa til starfsmannsins í Bónus eða Krónunni, en aftur á móti skilar það jákvæðum straumum til hans/hennar sem viðkomandi mun svo líklega skila áfram til næsta kúnna, ekki satt?

Það kostar mig ekkert að hrósa einhverjum, en aftur á móti, þá skilar það sér líka áfram og viðkomandi sem fær hrósið mun eflaust líða betur með sjálfa/n sig og er þar af leiðandi líklegri til að hrósa einhverjum öðrum, ekki satt?

Og það sama gildir um að aðstoða einhvern sem þarf á því að halda. Og þá er ég ekki að tala um að það þurfi að kosta peninga, eða vinnu. Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli, eins og til dæmis að bera poka fyrir einhvern sem þú sérð aða ræður kannski ekki við það, stoppa á gangbraut þegar þú sérð að allir aðrir keyra bara áfram, hleypa einhverjum fram fyrir sig í röðinni í Bónus þegar viðkomandi er bara með örfáa hluti en maður sjálfur með fulla kerru eða jafnvel bara að halda hurðinni fyrir einhvern sem er að ganga inn/út á sama tíma og þú.

Jákvæðni kostar ekkert.

Út frá þessu þá fór ég að velta því fyrir mér, hvað ég gæti gert, fyrir utan það sem ég er búin að telja upp hér að ofan. Og þá flaug mér í hug að ég gæti reynt að senda af stað „jákvæðni-bylgju“ (Já, það er orð) Ég ætla mér í fyrsta lagi að gera eitthvað af þessu sem ég er búin að telja upp hér að ofan á hverjum degi í janúar, semsagt, hrósahjálpa og brosa. Og svo datt mér í hug að láta ganga #jákvæðurjanúar2018. Og þegar þið gerið eitthvað af þessu sem ég hef talið upp, þá væri gaman að þið mynduð pósta því á Facebook hjá ykkur, hafa póstinn stilltan á puplic og merkja það með #jákvæðurjanúar2018 og deila þessari færslu með.

Það verður gaman að sjá hversu marga ég fæ í lið mér mér í þessu.
Svo endilega deilið, deilið og deilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.