fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Ragga nagli: „Það deyja ekki tíu kettlingar þó þú borðir aðeins of lítið“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. janúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga nagli

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta pistli sínum á Facebook er hún með holla lesningu fyrir heilbrigðan lífsstíl:

Borða á tveggja tíma fresti, á sautján tíma fresti, á fimmtán tíma fresti.
Borða innan níu klukkutíma ramma. Eða áður en sjö tímar eru liðnir.
Mænandi á klukkuna allan daginn.

Borða einu sinni á dag, þrisvar á dag, sex sinnum á dag.
Telja máltíðirnar með appi.

Borða kolvetni annan hvern dag.
Eða forðast kolvetni alfarið…. eins og pláguna.

Sleppa hveiti og sykri.
Slafra í staðinn bernes, beikon, smjör og rjóma.

Engar mjólkurvörur. Ekkert glútein. Ekkert salt.

Brauð með osti og mjólk sem hélt lífinu í velmegunarbörnum níunda áratugarins víkja fyrir möndlumjólk og fræjuðu hrökkkexi.

Ekkert kjöt. Taka veganúar alla leið. Bara baunir. Avókadó og spínat.
Éta bara epli sem vildi sjálft detta af trénu.

Æfa á fastandi maga. Æfa fimm sinnum í viku. Krossfitt er best. Þungar lyftingar kannski betri. Eða Bootcamp? Nei, langhlaup… eða hjólreiðar

Í byrjun árs vill hver einasti gúrú og samsteypa dúndra í þig stjarneðlisfræðilegu snæðingaplani, magískum matvælum, epískri kombinasjón af vítamínum eða stórkostlegri aðferð við járnrífingar.

Það eina sem þetta upplýsingaflæði gerir er að flækja lífið enn frekar.

Suma daga kemstu ekki á æfingu
Suma daga borðarðu margar hitaeiningar
Aðra daga borðarðu fáar hitaeiningar
Stundum gleymirðu að taka vítamínin þín
Suma daga líður langt frá æfingu til máltíðar
Suma daga gúllarðu of lítið af prótíni
Suma daga passa bara tvær stórar máltíðir
Aðra daga ertu með fleiri og smærri snæðinga

Vöðvarnir rýrna ekki í öreindir þó þú náir ekki að borða strax eftir æfingu.
Líkamsstarfssemin hrynur ekki þó vítamínin gleymist.
Þú fitnar ekki eins og holdanaut á leið til slátrunar þó hitaeiningarnar fari aðeins yfir.
Það deyja ekki tíu kettlingar þó þú borðir aðeins of lítið.

Ef þig langar þig að missa 20 kg er leyndarmálið að árangri ekki í öreinda analýseruðum smáatriðum.

Borðaðu heila fæðu. Fæðu sem er ekki með innihaldslýsingu.
Eitthvað sem kom beint af tré, uppúr mold, af dauðri skepnu eða af akri.

Minnkaðu skammtana.
Einni kartöflu minna, skerðu 1/4 af kjötmetinu, einni matskeið minna af sósu.

Hreyfðu þig meira.
Ertu í núll og nix flokknum?
Byrjaðu að fara einu sinni í viku fyrsta mánuðinn. Bara í 20 mínútur.
Ertu þegar að fara þrisvar í viku? Dúndraðu inn tveimur æfingum í viðbót.
Eða bættu í ákefðina. Hlauptu 1 km lengra. Eða hraðar. Lyftu aðeins þyngra næst í réttstöðulyftu.

Þetta eru ekki geimvísindi.

Á öld Google, Pinterest, bloggs, snapptjatt og Instagram eru fleiri upplýsingar það síðasta sem við þurfum.
Ef við erum alltaf með fókusinn á hvert nanóatriði sem miðlarnir skella í andlitið á okkur kæmum við litlu í verk.

Fleiri upplýsingar veldur athyglisbresti og smáatriðalömun.
Smáatriðalömun vekur katastrófuhugsanir, vonleysi og sjálfsniðurrif. Slíkt neikvætt tilfinningaástand stóreykur líkurnar á uppgjöf.
Athyglisbrestur lætur okkur hoppa úr einu prógrammi í annað án þess að gefa því tíma til að virka.

Ef þú eltir tvær kanínur í skógi þá nærðu hvorugri.

Árangurinn liggur í að halda sig við efnið.
Dag eftir dag eftir dag…. viku eftir viku eftir viku….sama hvað.

Mynd: Andrea Jónsdóttir

Borða á tveggja tíma fresti, á sautján tíma fresti, á fimmtán tíma fresti.Borða innan níu klukkutíma ramma. Eða áður en…

Posted by Ragga Nagli on 5. janúar 2018

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.