Orðið á götunni er að árlega brjóti prestar landslög, gagnvart fermingarbörnum. Í tilskipun um ferminguna, frá árinu 1759 segir:
„Það skal vera aðalregla, að prestar megi eigi taka börn til fermingar, þau er fermast eiga, fyrr en þau eru orðin fullra 14 eða 15 ára, með því að börn, sem yngri eru, kunna sjaldan að meta rétt, eða hafa hugsun á að færa sér í nyt það er kennarar þeirra leiða þeim fyrir sjónir og brýna fyrir þeim, og skynja eigi, hve þýðingarmikill sáttmáli sá er, er þau í fermingunni endurnýja og staðfesta.“
Sumsé, börn mega ekki fermast fyrr en þau eru orðin 14 ára, samkvæmt lögum, en um 2/3 hvers árgangs er aðeins 13 ára við fermingu, að meðaltali.
Hvort fjöldamálshöfðanir fylgi í kjölfarið skal ósagt látið, en orðið á götunni er að ríkisvaldið muni styðja Þjóðkirkjuna og vernda.