fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Matur

Bollakökur með rjómaostakremi að hætti Hrönn Bjarna

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 17. mars 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrönn Bjarnadóttir viðburðastjóri, bloggari og snappari (hronnbjarna) finnst fátt skemmtilegra en að baka og skreyta. Á dögunum bakaði Hrönn Red Velvet bollakökur með rjómaostakremi og fyrir fermingarmyndartöku og gaf hún Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að deila uppskriftinni með lesendum:

Red velvet bollakökur með rjómaostakremi:

Kökurnar

  • 2,5 bolli hveiti
  • 2 bollar sykur
  • 1 msk kakó
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 egg
  • 1,5 bolli matarolía
  • 1 bolli súrmjólk
  • 1 msk edik
  • 1 tsk vanilludropar
  • rauður gel matarlitur

Hitið ofninn í 175°. Blandið þurrefnum saman og leggi til hliðar. Blandið vel saman eggjum, matarolíu, súrmjólk, edik og vanilludropum og hrærið loks þurrefnum útí blönduna. Best að gera þetta í hrærivél. Hellið svo smá rauðum matarlit í deigið þannig að það taki á sig rauðan lit.

Hellið í bollakökuform og bakið í ca 20 mínútur eða þar til prjónn sem er stungið í kökuna kemur hreinn út. Leyfið að kólna algjörlega áður en kremið er sett á.

Kremið

  • 230g rjómaostur
  • 1 bolli mjúkt smjör
  • 1 tsk vanilludropar
  • 6 bollar flórsykur

Sigtið flórsykur og leggið til hliðar. Hrærið rjómaosti og mjúku smjöri saman í hrærivél þar til vel samblandað. Bætið vanilludropum útí. Bætið loks flórsykri útí blönduna hægt og rólega þar til allt er vel blandað saman. Best er að kæla kremið aðeins áður en því er sprautað á kökurnar af því það má ekki vera of lint. Setjið kremið í sprautupoka með fallegum sprautustút og sprautið á kökurnar. Ég notaði rósastút frá Wilton á mínar kökur. Geymast vel í kæli í loftþéttu boxi í 2 daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum