Hrönn Bjarnadóttir viðburðastjóri, bloggari og snappari (hronnbjarna) finnst fátt skemmtilegra en að baka og skreyta. Á dögunum bakaði Hrönn Red Velvet bollakökur með rjómaostakremi og fyrir fermingarmyndartöku og gaf hún Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að deila uppskriftinni með lesendum:
Hitið ofninn í 175°. Blandið þurrefnum saman og leggi til hliðar. Blandið vel saman eggjum, matarolíu, súrmjólk, edik og vanilludropum og hrærið loks þurrefnum útí blönduna. Best að gera þetta í hrærivél. Hellið svo smá rauðum matarlit í deigið þannig að það taki á sig rauðan lit.
Hellið í bollakökuform og bakið í ca 20 mínútur eða þar til prjónn sem er stungið í kökuna kemur hreinn út. Leyfið að kólna algjörlega áður en kremið er sett á.
Sigtið flórsykur og leggið til hliðar. Hrærið rjómaosti og mjúku smjöri saman í hrærivél þar til vel samblandað. Bætið vanilludropum útí. Bætið loks flórsykri útí blönduna hægt og rólega þar til allt er vel blandað saman. Best er að kæla kremið aðeins áður en því er sprautað á kökurnar af því það má ekki vera of lint. Setjið kremið í sprautupoka með fallegum sprautustút og sprautið á kökurnar. Ég notaði rósastút frá Wilton á mínar kökur. Geymast vel í kæli í loftþéttu boxi í 2 daga.