fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Fagurkerar
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum !

IMG_1097IMG_1196

Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel og kom svo bara óvart út með nokkrar prufur í bláum tónum fyrir stofuna.  Ég sé sko alls ekki eftir því þar sem blár tónar mjög fallega við mitt litaþema í stofunni. Við vorum mjög efins um bláa litinn og fannst allar prufurnar svo dökkar en ákváðum á endanum að vera svolítið djörf og velja lit sem okkur fannst aðeins of dökkur. Við völdum litinn Æskublár og þegar hann er kominn á vegginn er hann sko ekki neitt dökkur og bara ótrúlega fallegur og tónar svo vel við gráa, hvíta og svarta litaþemað sem er í gangi í húsinu hjá okkur. Ég mæli algjörlega með því að taka frekar meiri en minni áhættu við val á lit. Það versta sem getur gert er að þú þarft að mála aftur yfir vegginn ef þú ert ósáttur. Ég elska þennan lit og allir sem koma í heimsókn tala um hvað hann kemur fallega út hjá okkur.

IMG_1100IMG_1185

Í eldhúsinu vorum við reyndar búin að mála einn vegg í litnum Rökgrå frá Slippfélaginu og mér finnst hann svo hlýr og fallegur að við ákváðum að taka 3 veggi í eldhúsinu með þessum saman lit. Ég er líka með þennan gráa lit á einum vegg inní svefnherbergi hjá mér og er mikið að spá í að mála alla veggina þar í þessum lit.

IMG_1084 IMG_1176

Ég ætla að láta fylgja mjög góða punkta varðandi málningarvinnu sem ég fékk:

  • þegar maður málar prufu á vegginn er mikilvægt að gera það með rúllu en ekki pensli svo þú setjir ekki ljót penslaför á vegginn sem sjást svo þegar maður er búinn að mála yfir með þeim lit sem maður velur
  • rúllan á að vera aðeins rök þegar maður málar
  • best að hafa svolítið langt á milli þegar þú setur litaprufur á vegginn svo þær hafi ekki áhrif hvor á aðra
  • best að mála með rúllu á skafti og vera með langar strokur niður allan vegginn í stað þess að rúlla bara smá bita í einu

IMG_1093IMG_1175

Þegar við vorum búin að mála fannst mér algjört möst að flikka aðeins meira uppá stofuna með fallegum fylgihlutum. Ég setti stóran hringlaga spegil á vegginn við forstofuna sem kemur alveg frábærlega vel út og gerir ótrúlega mikið – Ég mæli klárlega með hringspegli ef þið viljið poppa upp og breyta til.

IMG_1091 IMG_1180

Ég gerði líka heimilið mun grænna en það var og bætti við alveg 4 mismunandi plöntum sem er risaskref fyrir mig sem hefur aldrei verið með neitt grænt. IMG_1640

IMG_1185 (1)IMG_1639

Það er alveg magnað hvað smávægilegar breytingar eins og málning, nýir fylgirhlutir og nokkrar plöntur geta gert og mér finnst heimilið mitt vera orðið miklu meira kósý og flott eftir þessar breytingar. Þetta tók okkur bara nokkra daga að framkvæma, kostaði lítið  og við erum alveg í skýjunum  yfir þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Birna segir að fyrsta heimsókn barnanna í fangelsið til pabba þeirra hafi verið átakanleg – „Þau voru ofsalega hrædd“

Birna segir að fyrsta heimsókn barnanna í fangelsið til pabba þeirra hafi verið átakanleg – „Þau voru ofsalega hrædd“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klámstjarnan þvertekur fyrir samband við Heimsmeistarann

Klámstjarnan þvertekur fyrir samband við Heimsmeistarann
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.