,,Þeir sýndu mikinn áhuga,“ sagði Ágúst Leó Björnsson framherji sem í dag skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV.
Ágúst skoraði 13 mörk í 2. deildinni með Aftureldingu í sumar en hann ólst upp hjá Stjörnunni.
Kristján Guðmundsson hafði mikinn áhuga á Ágústi og hann ákvað að slá til.
,,Tækifæri mig til að sýna hvað ég get, þjálfarinn hefur trú á mér.“
Margir ungir leikmenn hræðast það að flytja til Eyja en Ágúst telur það gott tækifæri.
,,Að flytja til Eyja, ég sé að það geti þroskað mig sem leikmann og manneskju. Fullkomið tækifæri.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.