„Nánast hver leikur í þessum riðli hefur verið úrslitaleikur og þetta er að líða undir lok núna og við ætlum okkur sex stig í þessum leikjum,“ sagði Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins á æfingu liðsins í morgun.
Ísland mætir Tyrklandi í afar mikilvægum leik á föstudaginn næsta en Ísland er sem stendur í öðru sæti I-riðils með 16 stig, jafn mörg stig og Króatar sem eru með betri markatölu og því ljóst að stig eða sigur myndi gera mikið fyrir liðið með umspilssæti í huga.
„Við vissum að þetta yrði mjög jafn riðill og að þetta myndi ráðast í síðasta leik og það lítur allt út fyrir að það gerist núna. Það er svo erfitt að komast á mótið og það er stærra þannig að þetta er stærra afrek en að komast inná EM.“
„Þetta er bara algjörlega í okkar höndum. Við höfum sýnt að við getum vel unnið Tyrkina en þeir eru annað apparat hérna á heimavelli. Ef við spilum okkar leik og uppá okkar styrkleika þá eigum við að geta unnið þá.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.