„Við erum ekkert að hata þetta, yndislegt veður, frábært hótel og góður matur þannig að það er ekki hægt að biðja um neitt meira,“ sagði Ari Freyr Skúlason, leikmaður íslenska landsliðsins á æfingu liðsins í morgun.
Ísland mætir Tyrklandi í afar mikilvægum leik á föstudaginn næstkomandi en Ísland er sem stendur í öðru sæti I-riðils með 16 stig, jafn mörg stig og Króatar sem eru með betri markatölu.
„Þetta er bara búið að vera rólegt hingað til, leikmenn að koma til Tyrklands í gær og sumir í fyrradag svo núna svona fer þetta að byrja af fullum krafti.“
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum vel stemdir og búnir að spila vel uppá síðkastið þannig að ég er bara bjartsýnn. Þetta er öðruvísi en síðast því það er meira í húfi núna en í undankeppni EM. Við vitum alveg hvað stuðningsmennirnir þeirra eru brjálaðir.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.