„Það er allt til alls hérna og þetta mun bara hjálpa okkur,“ sagði Viðar Örn Kjartansson á æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Ísland mætir Tyrklandi í afar mikilvægum leik á föstudaginn næstkomandi en Ísland er sem stendur í öðru sæti I-riðils með 16 stig, jafn mörg stig og Króatar sem eru með betri markatölu.
„Þetta er risa leikur á föstudaginn, það eru allir spenntir fyrir þessu og vonandi verða útslitin eftir því. Það er allt undir í þessum leik og við þurfum að stilla spennustigið rétt. Við förum í alla leiki til þess að vinna og vonandi verður það raunin.“
„Ég held að flestir leikmenn liðsins séu vanir öllu enda margir búnir að spila út um allt. Það er samt alltaf séstök stemning að spila í Tyrklandi, það er þvílík stemning á öllum leikjum hérna og vonandi hjálpar það okkur bara.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.