Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Antalya:
,,Við erum að stilla saman strengi okkar,“ sagði Alfreð Finnbogason framherji Íslands í samtali við 433.is í Tyrklandi í dag.
Íslenska liðið er að undirbúa sig fyrir stórleikinn við heimamenn á föstudag. Liðið æfir við bestu aðstæður í Antalya og hafa leikmenn nýtt sér
,,Það er spenna og ekkert annað, við getum ekki kvartað yfir neinu. Völlurinn er í toppstandi, hótelið mjög gott og gott veður.“
,,Við eigum mjög góða möguleika, þetta snýst um það hvernig við mætum í þennan leik. Þetta snýst um hvernig við mætum, við þurfum að þora að spila boltanum og koma boltanum í boxið. Ég er bjartsýnn á að við tökum þrjú stig.“
,,Það mun rosalega mikið ráðast á á næstu viku, þetta eru tímar sem maður vill vera fótboltamaður.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.