,,Þetta var léttir,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur eftir 2- 1 sigur á Fjölni.
Andri Rúnar jafnaði markametið í efstu deild karla þegar hann skoraði sitt 19 mark í gegn Fjölni í 2-1 sigri.
Andri skoraði markið á 88. mínútu leiksins en hann gerði það vel.
Andri hafði klikkað á vítaspyrnu fyrr í leiknum og ekki stefndi í neitt annað en að honum mistækist að jafna það.
Andri var hins vegar rólegur og gerði frábærlega þegar hann tryggði þeim sigurinn.
Andri er þarna mættur í hóp með Tryggva Guðmundssyni, Þórði Guðjónssyni, Pétri Péturssyni og Guðmundi Torfasyni.
,,Ég er stoltur, þetta er magnaður hópur til að vera í.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.